Þið verðið að afsaka þetta bloggleysi mitt síðustu daga. Ég hef líka góða og gilda ástæðu.... aha, þið giskuðuð rétt....það er karlmaður.... karlmaður sem hefur fyllt hjarta mitt af ástarþrá. Ohh... hann er svo karlmannlegur og kynæsandi. Hann heitir Atli og er Húnakonungur. Ég er alveg ráðalaus því hann kveikti svo stórt ástarbál í hjarta mér og ég get ekki slökkt það þótt ég reyni og reyni!! Ég meina... hver hrífst ekki af manni með mikið skegg og dauðan úlf á hausnum??
Nei ok, ég gefst upp!! Ég get ekki logið mikið lengur. Staðreyndin er sú að ég á að flytja sögufyrirlestur um þennan merka mann og getur maður nú ekki annað en hrifist af karlmennsku hans. Hann átti bönns af kvensum útum allar trissur og fullt af seðlum. En hann var nú ekki heppinn þegar hann dó... það segir sig nú kannski sjálft. Því að á brúðkaupsnótt númer 22, fékk hann blóðnasir í svefni og kafnaði!!! HAHAHA!! Þarna fór nú karlmennskan!! En maður lærir nú mikið þegar maður gerir svona fyrirlestra... eins og t.d. hvernig hægt er að borða syni sína, en það var einmitt það sem hann Atli á að hafa gert. Hann átti líka nóg af þessum sauðum þannig að hann greip bara sjénsinn og steikti sér eitt sonarlæri og át með bestu lyst!! Allir þurfa nú tilbreytingu svona einu sinni!!
mánudagur, febrúar 24, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli