Fyrir þá sem vilja vita... þá flutti ég sögufyrirlesturinn minn í dag um hann Atla Dyrahúnakonung (eins og pabbi kallar hann.... ég sé núna að húmorinn hans er afar þunnur!) Flutningurinn gekk bara prýðisvel og vonandi var ég honum Atla til sóma (Atli... ég veit að þú ert að lesa þetta... call me!!! Arrgg...) En eins og ég minntist á í síðustu færslu minni þá kemst maður að mjög merkilegum hlutum í heimildaleit fyrir svona fyrirlestra. En gott dæmi um það er einmitt þetta. Þessa heimasíðu rakst ég á fyrir tilviljun og finnst mér hún afar skemmtileg því á henni getur maður gerst frægur og keypt hjálm eins og hinn eini sanni Atli Húnakonungur notaði! (Wrawr wrawr!! ;) Mér finnst þetta nú ekki vera neinn hjálmur... meira svona tuskudúkka í úlfslíki. En þessi “hjálmur” er einmitt úlfur en ekki neinn venjulegur úlfur... ónei... heldur silfurúlfur!! Úúú... núna verð ég að fá mér svona!! En svo finnst mér fyrirsæturnar sem bera þessa hjálma afar kynæsandi og karlmannlegir. Svört Men in black sólgleraugu og snjóþvegnar gallabuxur. Ójá... eins og kom fram í fyrirlestrinum þá tollir Atli svo sannarlega í tískunni!! Haltu þessu áfram Atli minn.... þú ert á góðri leið!! Æi... þessi umræða um elskuna mína hann Atla er orðin eilítið þreytt. Þannig að.... bless Atli!!
miðvikudagur, febrúar 26, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli