Ég missti algjörlega andlitið þegar ég sá fyrirsögn í ónefndum fréttasnepli um daginn. Og hún var: Hani drepur mann.... Þetta atvik átti sér víst stað einhvers staðar í Asíu á hanaslag. Aumingja maðurinn lést samstundis of einhverjum ástæðum sem eru mér ókunnar. Ég lét strax frá mér kjúklingasamlokuna sem ég var að japla á og fór að hugsa!! Eiga hanar og hænur kannski eftir að stjórna heiminum í framtíðinni??? Verðum við manfólkið þá kannski þrælar þeirra?? En svo tók ég mig saman og tróð ofaní mig samlokunni minni, því ég myndi segja að það séu mikil forréttindi að geta étið tilvonandi húsbónda sinn.
föstudagur, janúar 17, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli