Ég komst að því að ég er MJÖG auðtrúa manneskja. Hún Björk "laug" að mér í gær að þegar sveitin okkar færi til Þýskalands næsta sumar... ættum við að vinna í kolanámu heilan dag og kynnast lífi hins almenna þýska verkamanns. Ég sá strax fyrir mér e-ð Zoolander atriði... sveitt og skítug ungmenni í hlýrabolum með hjálma og munda hakann með sínum alræmda þokka. Og auðvitað trúði ég þessu.... var reyndar ekkert sátt við þetta en fannst þetta soldið spennandi bara!! Ég sagði líka allri fjölskyldunni frá þessari áætlun og lét þau vita að húsið yrði bráðum fullt af kolamolum. Mamma var samt ekki paránægð með þessa kolanámuferð og ætlaði að láta stjórnina svo sannarlega heyra það!! Svo í morgun fór ég að spurja Björk meira út í þetta. Hún náði að halda andlitinu í nokkra stund en sprakk svo úr hlátri þegar ég var að fussa og sveia yfir þessum áformum.En við förum sat inní e-a kolanámu í Þýskalandi en þurfum... sem betur fer... ekki að vinna í henni! :) En jæja gott fólk... þarna missti ég útúr mér hvað ég er auðtrúa og endilega notið ykkur þann galla gegn mér. Því ég er til! :)
fimmtudagur, janúar 30, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli