Það er merkilegt hvað það leynist mikið af skrýtnu fólki í strætó. T.d. gamall kall sem gengur um í rauðum háhæluðum skóm og er með rautt naglalakk. En ég hef líka lent í skrýtnu fólki í strætó og hef ég eina sögu að segja um það... Á föstudaginn var söngkeppni MR og auðvitað skundaði ég þangað til að styðja mína menn og konur. Ég er nú kvenmaður þannig að það tók sinn tíma að taka sig til og það endaði með því að ég gat ekki borðað neitt áður en ég fór og því kastaði mamma til mín grænu, safaríku epli um leið og ég þaut út og hljóp mitt fræga strætóhlaup á eftir strætó. Strætóbílstjórinn var greinilega í óvenjugóðu skapi því að hann gaf sér það bersaleyfi að stoppa fyrir mér þótt að hann væri 1 mínútu á eftir áætlun. Takk góði strætóbílstjóri!! Ég hlammaði mér niður í sæti og byrjaði að gæða mér á græna, safaríku eplinu mínu. Svo tók ég eftir því að maðurinn sem sat á móti mér, fannst greinilega mjög kynæsandi að horfa á 16 ára gamla smástelpu borða grænt, safaríkt epli því hann starði á mig með tunguna lafandi niður á höku og reyndi að éta mig og eplið með augnaráðinu. Mér fannst þetta nú ekki sniðugt þannig að ég lauk áti mínu á grænu, safaríku eplinu mínu og varð bara hálfhrædd. Ég var soldið hrædd um að hann myndi setjast hliðina á mér og segja seiðandi röddu: “Haltu áfram að borða græna, safaríka eplið þitt.... elskan!” Sem betur fer gerði hann það ekki. En hvað ætli hann hefði gert ef ég hefði verið að borða banana??? Ullabjakk... ætla ekki einu sinni að pæla í því!! Ég hoppaði úr strætó og fór inn á skemmtistað geimfaranna (NASA) og skemmti mér konunglega það sem eftir var af kvöldinu. Já gott fólk, það sem ég vil segja við ykkur með þessari sögu er að það er ekki sniðugt að borða ávexti í strætó því til er hellingur af ávaxtaperrum þarna úti!!! Passið ykkur... því að þú gætir orðið næsta fórnarlamb þeirra!!!!!
þriðjudagur, janúar 28, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli