Það er alveg merkilegt hvað þessar sjampóauglýsingar eru pirrandi. Sjampófyrirtækin eru greinilega að reyna að heilaþvo heiladofna sjónvarpsáhorfendur með þessari sýru. Þegar ég fór að pæla í þessu þá brunnu nokkrar spurningar á vörum mér:
1) Af hverju eru alltaf bara “sætar” stelpur látnar leika þessa flösulausu kvenmenn?? Við “ljóta” fólkið fáum alveg líka flösu!!! Ég bíð eftir þeim degi þegar fyrirtækin fara að skrifa á sjampóbrúsana : “Only for beautilful people”
2) Ætli þessar konur séu ekki með hálsríg eða einhver bakmeiðsli útaf þessum sífellu hárflippingum sem þær eru alltaf að gera?? Ættu þær ekki bara að vera á styrk hjá sjúkraþjálfurum og nuddurum??
3) Svo er það líka alltaf sama konan sem talar fyrir þessar reynslumiklu konur því að þær höfðu prófað öll sjampó á markaðnum en ekkert virkaði fyrr en þær prófuðu nýja Wella sjampóið með súkkulaðilykt sem er bæði E-, D- og A-vítamínbætt! Það mætti halda að hún sé eina konan á Íslandi sem hefur þann hæfileika að geta talið inná svona auglýsingar!
4) Ætli það sé til eitthvað námskeið í útlandinu sem kennir konum að tala inná sjampóauglýsingar?? Ég ætla að koma með eitt dæmi af sjampóauglýsingu sem var einmitt sýnd í sjónvarpinu fyrir nokkru svo að þið sjáið þetta með svipuðum augum og ég:
(Kona með hatt kemur inn á hárgreiðslustofu)
Hárgreiðslukonan: Hva... af hverju ertu með þennan viðbjóðslega hatt, elskan mín??
Konan: Æi þessi flasa er að gera útaf við mig!!
H: Hvaða hvaða... það er ekkert sem nýja Head and Shoulders sjampóið með aukinni sýruvörn og fitueyði getur ekki lagað!!
K: Hey frábært, ég prófa það!! Takk góða hárgreiðslukona!! :)
(Konan kemur aftur næsta dag... með hattinn)
H: Jæja, hvernig gengur svo??
K: Alveg æðislega! Flasan er bara öll farin! Líf mitt er orðið eðlilegt á ný þökk sé Head end shoulders! Takk góða hárgreiðslukona!! :)
H: Ekki gleyma hattinum!!
K: Þarf hann ekki!!
Æi fokk!! Sjampófyrirtækjunum hefur tekist áætlunarverk sitt!! A.m.k ein manneskja er orðin heilaþvegin af þessum viðbjóði... þ.e.a.s. ég!! :o/
sunnudagur, janúar 19, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli