20000009
Tíminn líður hratt á kreppuhnattaöld. Nú tekur við ár breytinga á Særúnarbæ og er átakið nú þegar byrjað. Nokkrir liðir þurfa þó að bíða betri tíma því breytingin á eftir að verða gríðarlega gígantískt stórvægileg. Á richterskvarða Særúnar allavega. Nú hljóma ég kannski eins og viss íþróttamaður ársins 2008 en ég skal alveg sleppa því að mixa Morfeusi við þetta. Og nei, ég er ekki að fara í kynskiptiaðgerð.
Árið 2008 byrjaði ekki vel. Kl. 00:00 lá mín í sófanum með handklæði undir sér í svitabaði, ein heima með 40+ stiga hita. Missti í kjölfarið 7 kíló og engar buxur héngu utan á mér. Það þýddi þó ekkert að væla yfir því heldur fór ég bara í teygjustökk og borðaði áströlsk nömm til að ná fitunni minni aftur á mig. Lúxuslíf. Það sem á eftir kom einkenndist aðallega af ljósum, konfettí, hoppi, látum og heyrnaskemmdum. Inn á milli var gaman, hlátur, grín og skemmtilegheit. Eftir yndislegt sumar fór ég í skóla og hafði gaman af. Og nú er ég hér.
Þetta átti að vera ógeðslega útpælt og djúpt blogg en fokkit, nenni ekki að vera væmin og solleis. Það sem ég gerði:
Hitti þennan
Fékk mér svona
Fékk mér líka eina svona óþekka
Tsjillaði með þessum
Mátaði svona fínt
Fekk að sjá þessa pjöllu verða stúdent
Fleppaði með þessum
Hitti þessar á einhverju balli
og vorum í essunum okkar
Takk fyrir 2008!
miðvikudagur, janúar 07, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
áfram Særún áfram Særún áfram Særún koma svo!
Skrifa ummæli