föstudagur, október 10, 2008

Vasareiknaglens

Í tilefni þess að ég var í stærðfræðiprófi í gær kemur hér smá vasareiknaglens sem fróðir menn geta stundað á þessum síðustu og verstu tímum. Nú hefur enginn efni á að fara í bíó og því er þetta tilvalin skemmtun og alveg ókeypis.
Vasareiknar eru skemmtileg tól. En það er ekki einungis hægt að reikna með þeim, heldur einnig er hægt að hlæja að þeim. Hér koma nokkur dæmi sem hægt er að framkvæma með t.d. Casio reiknivélum:

- Pressa 2x á samasemtakkann (=) Þá stendur efst á skjánum: AnsAns
- Pressa á "svigi opnast" takkann, síðan á kommutakkann. Síðan á "svigi lokast" og endurtaka undanfarandi rullu. Þá kemur þetta: (.)(.) Þá ertu kominn með þessar fínu júllur til að dást að; þér að kostnaðarlausu.
- Pressa á "svigi opnast" og síðan á sinnummerkið x. Loka sviganum með "svigi lokast." Þá er útkoman (x) Og nú hefurðu beygjandi rassgat til að horfa á, daginn út og daginn inn.
- Svo þessi klassíski. Pressa á 170.55378. Svo einfaldlega snýrðu reiknivélinni 180° og þá hefurðu orðin Bless Óli. Góð kveðja ef þú þekkir einhvern Óla.

Stærðfræði getur nefnilega líka verið skemmtileg krakkar. Yfir. Sæjó.

7 ummæli:

Unknown sagði...

"til hamingju með lífið" Særún mín, það er það eina sem ég get sagt;)

Unknown sagði...

svo er líka hægt að gera olis...

kv. siggó

Særún sagði...

Brynja mín, sem fyrrveradndi herbergisfélagi ættirðu að vita að það þarf lítil til að skemmta mér. Stundum þarf bara einn vasareikni ;)

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHAHHAAH ég hef sagt það áður og segi það aftur og mun aldrei hætta því ..

ÞÚ ERT SNILLINGUR!!!!!!!!!!!!!!!!

hahahaha þetta gladdi mitt litla hjarta svo mikið!!!

löva þig sykurpúði :D og gangi þér swaða vel í prófunum :*

Nafnlaus sagði...

Hihi. Ég var einusinni mikið í þessu.
Prófaðu að slá inn: 5318008

þú munt ekki verða fyrir vonbrigðum!

Nafnlaus sagði...

og já þú þarft svo að snúa reinivélinni við til að sjá útkomuna...

Særún sagði...

Hahahahaha. Einmitt það sem ég þarf á að halda ;)