þriðjudagur, september 09, 2008

Stuð að eilífu

Ég sit hérna í lesstofunni og svitinn lekur ofan á stærðfræðibókina mína. Ég held að ég stofni sjóð fyrir skólasystkini mín, sjóð fyrir kommúnusvitaspreyi því lyktin er GASAleg í orðsins fyllstu merkingu. Ég held að hún komi aðallega frá manninum á móti mér sem er með EVE online belti. Maður kann að velja sér mótsessunauta krakkar. Annars eru allir hressir hér, gleðin skín úr hverju andliti yfir sömu stærðfræði og ég. Jess-in óma í loftinu og þá veit ég að einhver gat gert dæmið rétt og aðrir samnemendur flykkjast í átt að jess-inu í von um hjálp. Samskiptamóti okkar krakkanna er ekkert flókinn skal ég ykkur segja.

Útsendingu héðan úr mbl-húsinu er lokið. Þangað til næst, hittumst heil - alaus.

Bæjó, Sæjó

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómaði eins og einhverjir draumórar ungra stúlku.

Erum við viss um að þetta hafi allt gerst ?

Nafnlaus sagði...

Sæl vina.
Hvenær ætla svo HR-áingar að koma á háskólatorg og snæða hádegismat með aumum HÍ-nemanda? ;)

kveðja

Móa

Særún sagði...

Hehe, þegar HR-ingurinn er ekki a gúffa í sig Sbarro pizzu á Stjörnutorgi. Nei djók. Bara þegar hentar báðum :) Verðum bara í bandi fljótlega vinan!

Nafnlaus sagði...

No entendi Nada. Pero estas muy Linda ;)

Nafnlaus sagði...

tíhí gleði gleði gleði ;) ég þarf líka að læra smá stærðfræði (gubb) í aðferðafræðinni ;) .. en hey hvernig væri að við tækjum lærideit einn daginn? ;) væri það ekki swaðalega töff tíhí :D

knús á þig sæta og sorry hvað e´g er léleg að vera í bandi .. maður er bara að drukkna í skólanum og lífinu hehehe :D luv luv lvu :*

Vala sagði...

mig langar í EVE-online belti!! það er of kúl. Ég segi að þú bara takir þér pásu frá þessu stærðfræði kjaftæði og komir til köben!!
Love, Vala..