mánudagur, júní 30, 2008

Náttúra

Síðastliðinn miðvikudag spiluðum við Volta fólk í Olympiu-tónleikasalnum í París. Ótrúlegur hiti var á sviðinu og kamerur í öllum hljóðfærabjöllum. Það var því gott að komast heim úr rakanum.

Á laugardaginn voru hinir margumtöluðu Náttúrutónleikar það sem Ghostigital, Ólöf Arnalds, Sigur Rós og Björk létu gott af sér leiða í þágu íslenskrar náttúru. Ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel en kuldinn var kannski full mikill. Ef það hefði verið skrúfað aðeins niður í honum hefði þetta verið fullkomið. Eftir mikið hopp, sprell og míkrófónarúst (af minni hálfu) var tjúttað smá í Þróttaraheimilinu og síðan marserað í miðbæinn og skvett úr klaufunum.

Planið var svo að við færum til Sheffield í fyrramálið í annað skiptið að spila eina sárabótatónleika en aftur er röddin hennar Bjarkar að stríða henni þannig að ekkert verður af þeim tónleikum. Svo er líka búið að hætta við aðra tónleika á Wild In The Country festivalinu í Bretlandi þannig að ég fer ekki aftur út fyrr en 9. júlí og þá verður ferðinni heitið til saunulandsins Finnlands.

Þangað til eru hér nokkrar gleðimyndir:


Að springa úr gleði fyrir giggið (mynd: Damian Taylor)


Pabbi var öflugur á kamerunni en þessi error var ekki eins öflugur..


Hörpuvinkonur voru hressastar


Dillontöffararnir

Leiter skeiter

5 ummæli:

Unknown sagði...

hæ sæjó ég er að lesa þetta og það er geggjað gaman, ég er að borða ostapopp og það er ýkt gott, sjáumstkveðjasiggó

Nafnlaus sagði...

Ég les, alltaf, voða gaman. Svo dreymdi mig þig um daginn. Það var veisla heima hjá þér, en þú bjóst samt einhvers staðar svona næstum úti á landi, miklu meira úti á landi en Hafnarfjörður er. Og svo fórum við niður í bæ og djömmuðum. Skemmtilegur draumur!:)

Unknown sagði...

Særún megablogger....auðvita les maður þetta;)

Unknown sagði...

omg lol þetta er sko ossom sæjó...
kv. siggó

Nafnlaus sagði...

yndislegur búningur haha :D vá hvað ég hefði viljað sjá þetta híhí :D