laugardagur, maí 31, 2008

Skjálftinn mikli

Fyrst enginn talar um annað verð ég að vera memm. Jújú skjálfti og læti en sama dag var ljóta nágrannahúsið rifið og leit kannski út eins og að það hefði farið í skjálftanum. Svo var ekki. Meira að segja pólskíkallarnir í framkvæmdunum hinum megin við húsið tóku sér pásu til að horfa. Hér koma myndir og lýsingar með:


Stofan farin...


Tékkið á strompinum sem er farinn að halla ískyggilega mikið


Nokkrum sekúndum seinna datt strompurinn á gröfuna sem fór í hakk og efsta stykkið á strompinum rúllaði í bílastæðið okkar en mamma var nýbúin að færa bílinn. Þá hló ég.


Uss

En það fyndna við þetta er að mamma færði bílinn annars staðar í götuna og um kvöldið klessti gamall kall á bílinn. Bílnum var greinilega ætlað að verða fyrir hnjaski þennan dag. En kreisílúkk dagsins er í boði Flugu Særúnardóttur. Haldið ró ykkar.


Björk bað um fleiri dónamyndir og dónamyndir skal hún fá!


Alveg með þetta í bleikum H&M nærbuxum og nývöknuð á netfylleríi

Blæ, Slærún

föstudagur, maí 23, 2008

Sumar sumar, gleðjumst með humar

Nú er sumar og get ég ekki annað en rifjað upp gamlar sumarminningar þar sem ég hef voðalega lítið að gera þessa dagana. Nú mun maður detta um arfaklórur og hrífur um allar götur bæjarins en einu sinni var ég nú einmitt að munda slík tól heilu sumrin. Ég nenni nú ekki að rifja upp langt aftur í tímann en þá var ég nú aðallega að passa litla kúkakrakka fyrir 50 kall á tímann. Barnaþrælkun á háu stigi. En ég byrja bara hér:

Sumarið 2000
Þá fengu krakkar á mínum aldri bara að vinna í 2 vikur í enda ágúst. Það var því lítið að gera fyrir mig annað en að hanga heima, borða nammi, horfa á sjónvarpið og búa mér til flórsykurskrem sem ég borðaði svo með skeið. Enda var ekki sjón að sjá mig. Vinnan fólst svo í því að vera í skotbolta og brennó allan daginn enda var ég í svokölluðum listahóp. Sýndum svo eitt fáránlegt bangsaleikrit í leikskólum bæjarins þar sem ég sýndi glæsitakta sem gelgja. Margir krakkar fóru svo að grenja yfir leikritinu. Slappt sumar verð ég að segja.

Sumarið 2001
Við Björk, Erla og Sigrún unnum allar þetta sumar í skógrækt Hafnarfjarðar við Hvaleyravatn. Unnum alltaf af okkur alla föstudaga og fengum grill og nammi sirka einu sinni í viku. Vinnan fólst í því að gróðursetja tré, reyta arfa, búa til og laga göngustíga og gera grín að feita strætóbílstjóranum í Kvennahlaupsbolnum. Yfirmennirnir okkar voru tvær skessur og hann Darri. Önnur skessan var með ógeðslega gömlum feitum gaur og hin átti pabba sem var prestur sem hélt framhjá mömmu hennar. Svo lugu strákarnir að mér að stóri rauðhærði gaurinn væri hrifinn af mér og eftir það var ég ógeðslega hrædd við hann. Núna er hann held ég svona homma-Mansonisti. Næs. Svo varð allt brjálað þegar vandræðagemlingurinn Kristín “Keikó” kom í nokkra daga að vinna með okkur og stal nokkrum geisladiskum af okkur og kláraði inneignina á símanum mínum án leyfis sem á þeim tíma var mesti glæpur sem þú gast framið. Ætla nú ekki að segja frá þýsku stelpunni, það tæki heila öld. Toppsumar!

Sumarið 2002
Þessi venjulega unglingavinna. Ég og Björk vorum saman í hóp og kynntumst henni Sóley sem vill nú ekki tala við mig í dag af því að ég er víst búin að breytast svo mikið. Jæja, flokkstjórinn okkar var frekar spes og reykti eins og strompur. Sagði okkur svo að það væri ógeðslega kúl að reykja og hann ætli aldrei að hætta. Góð fyrirmynd. Ætti kannski að tékka hvort hann reyki ennþá. Hann var líka alltaf að segja okkur að hann væri svo fátækur og það skemmtilegasta í heimi var að skoða sms-in í símanum hans þegar hann sá ekki til. Aðallega sms frá mömmu hans að segja honum hvað væri í kvöldmatinn og oftast voru bara kjötbollur. Lægst lögðumst við þó þetta sumar þegar við þurftum að vera í viku að búa til veiðafæri fyrir dorgveiðikeppni í loftlausum kjallara. Og númer tvö þegar ég þurfti að standa í gulu vesti og vera markstöng í fótboltaleik milli bæjarstjórnar og leikjanámskeiðakrakka. Lúlli bæjarstjóri þrusaði 2x í mig.

Sumarið 2003
Þá lenti ég í einhverjum kúkavinnuhóp sem fékk það yndislega verkefni að vera aðallega að tyrfa. Það voru nú aðallega bara þroskaheftir að vinna með okkur Helmu og Guðnýju þannig að við vorum duglegar að dútla okkur einar. Þetta sumar lærði ég til að mynda p-málið. Með þessari vinnu var ég svo að vinna á elliheimilinu Sólvangi og var ég næstum því hætt á fyrstu vakt þegar ég þurfti að sjá um neðanþvott á konu með gyllinæð. Ég náði þó að taka mig saman í andlitinu og vann þar aðrahverja helgi það sem eftir var af sumrinu.

Sumarið 2004
Enn og aftur lenti ég í kúkavinnuhóp sem samanstóð af gelgjum og nördum en eftir viku í helvíti fékk ég að færi mig yfir í sláttuhópinn til Erlu og Kristínar. Það var allt annað líf og þrusustuð. Ég var snillingur með orfinn og orfaði eins og ég fengi borgað fyrir það! Tvíhöfði í útvarpinu bjargaði líka því sumri enda var ekki talað um annað í hléum. Svo náði ég líka að hella jógúrti í hárið á flokkstjóranum þegar við fórum yfir hraðahindrun. Hann fattaði það held ég ekki. Og aftur vann ég við skeiningar um helgar. Snilldar sumar.

Sumarið 2005
Aftur var það slátturinn og fékk ég smá stöðuhækkun í þetta skiptð. Fékk nefnilega að brumma um á 5 km hraða á Stiga og slá grasbletti bæjarins. Ég náði samt oft að rústa hinu og þessu tækinu en það var nú bara fyndið. Enginn Tvíhöfði þetta sumar en Capone-bræður náðu oft að láta mig keyra út af með bullinu í sér. Vondu-laga-keppnin á föstudögum var samt best. Með þessu vann ég á Hereford steikhúsi með henni Oddnýju minni en fattaði síðar að þjónastarfið er ekki alveg fyrir mig. Ónei. Þetta sumar var líka útskriftarferð okkar í MR og fórum við til Portúgal. Mikið drukkið, við læstumst nokkrar inni á fatlaðraklósetti í klukkutíma og allir héldu að ég hefði drukknað. Minnisstætt sumar.

Sumarið 2006
Þetta sumar vann ég á sambýli og gerði ekki annað en að vinna. Ágústmánuður var næturvaktarmánuðurinn ógurlegi enda var ég eins og uppvakningur eftir vinnu. Ég fór held ég ekkert úr bænum og var að vinna um verslunarmannahelgina. Geðveikt sumar.

Sumarið 2007
Besta vinna í heimi. Ferðast um Evrópu í rigningu og roki eða í steikjandi hita með rútubílstjóra dauðans. “Hello cuties!” En ég fékk að vaða drullu á bæði Glastonbury og Hróarskeldu. Já og spila þar í yndislegra manna hópi.

Sumarið 2008
Fer í það að gera lítið en í júlí og ágúst er ferðinni haldið til Englands, Finnlands, Lettlands, Litháen, Tyrklands, Ítalíu, Þýskalands, Portúgal og Spánar og verða nokkur rassgöt spiluð af sér eins og enginn væri morgundagurinn. To be continued…
----------------
Eins og sést þá styttast pistlarnir með árunum og sýnir það kannski helst að langtímaminnið mitt er mun betra en það skammtíma-. Sem er kannski ágætt bara. Vonandi skemmtuð þið ykkur yfir þessari 1000 orða ritgerð minni. Ég skemmti mér allavega við að skrifa hana og hló mikið. Ahaha. Gott.

Blelló
-S

þriðjudagur, maí 20, 2008

Gott kombó


Heimatilbúið sushi, borðað með gaffli



Og ein eldheit í þröngum fimleikasamfesting á djamminu

Gerist ekki betra

sunnudagur, maí 11, 2008

Jæja

Kjellan komin heim og allt hennar hafurtask. Síðustu tónleikunum okkar í Sjeffíld var því miður aflýst sökum veikinda en lítill fugl sagði mér að kannski förum við bara aftur þangað og tökum svakalegt gigg í sárabætur.

Ekki er ég nú búin að gera mikið síðan ég kom á klakann. Aðallega klóra mér í rassinum og bora í nefið. Alltaf gott. Jú, sækja um í skóla og svona.

hl nµ2q1 ,kµmaqwm, qw,.wsþæþw.´wg. Þessi skilaboð voru í boði Flugu Særúnardóttur sem steig ofan á tölvuna mína rétt í þessu. Hún breyttist líka í risa á þessum mánuði sem ég var að heiman og núna þarf lyftara til að lyfta henni. Djuuuuk. Hún hefur það fínt og alltaf jafn óþekk ef þú varst að pæla í því.


Sokkastelari


Haha, þessir alltaf jafn fönní

En við stelpurnar fórum á soldið misheppnað djamm í gær því við héldum að allt væri opið til 6 en neeeeei, hvítasunnan stoppaði það. En við áttum gott ruglmyndasessjón í staðinn:


Hæfæv!








Ekkert skemmtilegra en að fara berrassaður á djemmið

Kveð í bili. Gubba einhverju út úr mér ef eitthvað merkilegt gerist.
-Seeeeerún

laugardagur, maí 03, 2008

Obbobojobobboboj

Svei ef við erum ekki bara komin til Sheffield, síðasta áfangastað okkar hér á Bretlandi fyrir utan auðvitað minn uppáhalds stað, Heathrow. Blackpool var nú meiri bærinn, eiginlega bara fyndinn. Troðfullur af gömlu fólki, 18 ára smástelpum með annað barn á leiðinni og auðvitað fish and chips. Margur maðurinn nældi sér í niðurgang eða/og kvef en blessunarlega hef ég sloppið við allt svoleiðis. Tónleikarnir voru svaka stuð enda krádið í góðum fíling í Empress Ballroom tónleikahöllinni. Við vorum samt flest fegin að komast burt frá Blackpool enda nokkrir orðnir blindir út af öllum neonskiltunum. Nei segi svona.

Allt annar handleggur hér í snókerborginni Sheffield því það er bara fínt að vera hér. Á morgun eru tónleikar og eftir þá verður hoppað upp í rútu og beint á Heathrow. Ég kveð því af þessum næst síðasta túr okkar með nokkrum myndum:


Brynja og Thelma voru skotóðar í ferjunni til Blackpool


Erla og Björk voru í essinu sínu umkringdar gógó-dansara skiltum


Dónapiparkökukall að hætti Særúnar


Bíddö, má bjóða þér nammi eða?

Hasta la vista
-Saaaerún