mánudagur, mars 17, 2008

Nýr fjölskyldumeðlimur

Hlutirnir gerast svo sannarlega hratt því núna á miðvikudaginn kemur lítið krútturassgat á heimilið. Ekki ég heldur íslenskur hvolpur sem heitir Fluga. Kannski fær hún nýtt og betra nafn því persónulega er mér illa við flest allar flugur. Þannig að það verður svo sannarlega líf og fjör á heimilinu enn á ný og allir skór étnir og tættir. Það ætti allavega að halda manni í formi. Hérna er mynd af töffaranum:


Bússímússí!

Svo er um að gera og kíkja í eins og tíu vatnsdropa og berja kúlistann augum. Alveg ókeypis fyrstu vikuna!

En sorgarfréttir vikunnar eru þó þær að mér er greinilega ekki ætlað að komast á Hróarskeldu þetta árið útaf vinnunni. Ég sem ætlaði að púlla þetta í ár. Jæja, það er alltaf næsta ár. Bleeeeeeee. Ég er bara bitur.


Alltaf svo dónalegir þessir Indverjar...

2 ummæli:

Vala sagði...

Þetta er nú meita krúttið! hey ég átti hest sem hét Fluga, skýrði hana sjálf þegar ég var 1 árs ;P

haha fyndið myndband, en tjékkaðu á þessu, meira dónalegir indverjar!!

Benny Lava
http://youtube.com/watch?v=uYwS9k1ZexY

Nafnlaus sagði...

hlakka OFUR til að hitta Flugu :D híhí !

og ég held þú lifir af að missa af hróarskeldu - ert búin að ferðast svo sjúklega mikið og nóg eftir - ekki kvarta híhí ;) knús!

kv. Tryggur !