fimmtudagur, mars 06, 2008

Á klakanum

Alltaf kalt á klakanum. En það er allt í lagi því ég er á honum og þá er nú heitt í hamsi. Eftir mikið hlaup á Kastrup komumst við loksins heim og ji hvað það var indælt að losna við gröðu, fullu og háværu saumaklúbbskonurnar fyrir framan okkur Brynju í vélinni. Nú tekur við nákvæmlega ekki neitt en ætli ég reyni ekki að læra á rassabassann minn og dúndra mér í ræktina af og til. Það verður því lítið um blogg hér næstu vikurnar því ekki nennið þið að lesa hrakfallasögur af hlaupabrettinu daginn út og inn. Ef eitthvað Séð og heyrt-merkilegt gerist læt ég þó vita af því áður en það birtist í Séð og heyrt.

Allt vitlaust í Shanghai og var þetta eina myndin sem ég tók þar í borg. Sorrí gæs.


Tvær heitar beint úr múmínálfakökuforminu

Blellöð
-Seeeerún

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey sástu ekki ritgerðina mína á mæspeis ? ;) - hvenær eigum við að hittast sætabrauð? :D

Tryggur Aðdáendason

Unknown sagði...

Úffff úffff og aftur úfff.....þetta var allt of langur túr það er bara þannig - myndin segir allt sem segja þarf;)

Unknown sagði...

og by the way - hvernig væri að baka múmínálfaköku handa mér, ég var nú einu sinni með þér þegar þú keyptir formið....

Særún sagði...

Jú auðvitað baka ég handa þér múmínálfaköku Brynja mín. Kem með hana í eftirrétt þegar þú býður mér í plokkfisk. Hehe.

Unknown sagði...

Plokkfisk segiru, ok ég samþykki það;)