miðvikudagur, janúar 16, 2008

Komin!

Já sem betur fer fékk ég bloggveikina því ji minn eini hvað ég hefði tuðað mikið um mitt vesæla líf á nýju ári. Tölum ekki um það en ég fer allavega í jaxlatöku þegar ég kem heim enda jaxl mikill. Haha.

En nóg af því því eftir heljarinnar ferðalag er ég loksins mætt til Nýja-Sjálands. Ferðalagið gekk þó allt á afturfótunum til að byrja með og má um kenna hinni frægu íslensku veðráttu. Snjóstormurinn sem bætti gráu hári á höfuð móður minnar þann sama morgun, gerði það að verkum að tveggja tíma seinkun varð á fluginu okkar til London en tveir tímar var akkúrat sá tími sem við áttum að fá til að komast í flugið okkar til Nýja-Sjálands. Aldrei hef ég hlaupið svo hratt yfir í annað terminal og hefðum við ef til vill náð fluginu ef ekki hefði verið fyrir heimsku og skilningsleysi starfsmanns á Heathrow. Urðum við því að dúsa á flugvelli helvítis í um 7 stundir þangað til okkur var reddað öðru flugi sem fór nú í allt aðra átt en upprunalega flugið. Millilentum í Hong Kong eftir 12 tíma flug og hoppuðum síðan aftur upp í sömu vél eftir afar súrt öryggistékk. Önnur 12 tíma rassaseta tók við og þurfti ég nú að sitja á milli gamallar konu og rakspíramanns. Ánægjulegt það. Við komumst þó klakklaust til Auckland eftir um tveggja sólahringja ferðalag og fögnuðum eflaust allar hótelherberginu og sturtuferðinni. Fæturnir mínir eru samt ennþá afar þrútnir og vesælir en það ætti að lagast með tímanum. Planið á morgun er svo að ég og Bergrún erum þær einu sem þorum að fara í teygjustökk og sjáum nú bara til hvort að því verður. Ef svo er verður það allt dokúmenterað fyrir forvitna. Svo er líka svo gaman að hlæja að mér. Mér finnst það allavega.

Nú er klukkan 9 að kveldi miðvikudags en heima er fólk að skríða úr bólum klukkan átta að morgni sama dags. Við erum því 13 tímum á undan okkar samtíð sem gerist ekki meira. Ég bíð því góðan dag og kem með myndablogg síðar. Myglaðar flugvallamyndir eru ekki mjög lekkerar.

Ást,
Saerun Oskpaladottir (þetta heiti ég í tölvum hótelsins...Nett.)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er pabbi þinn sáttur við nýja nafnið? Oskpali...

Særún sagði...

Jú eflaust. Ekki amalegt að vera gefið sitthvort nafnið í sitthvoru landinu.

Nafnlaus sagði...

uss uss eigum við að ræða það eitthvað að aðal aðdáandinn hafi ekki tjáð sig hérna ? halllllló!!!! ég kommentaði sko á mæspeisinu - og þess vegna gleymdi ég þessu hehe !

en ússípúss -ekki viss um að ú sért ennþá á lífi eftir teygjustökkið fyrst ég er ekkert búnað heyra í þér - halllllllllóhallllllllló!!!! hehehe :D

anywho hon - luuuuuuuuuuuuuuv :*

btw - já nýja nafnið .. hummmmmmmm heheheheh ;)