Gullna flippið
Gullströndin fór vel í mannskapinn enda ekki við öðru að búast. Brimbrettaparadís og himnaríki næpuhvítra Íslendinga. Eitís-hótelið okkar var staðsett fyrir framan ströndina þannig að labbið var stutt og einnig strandarlegan því festivalið beið ekki á meðan við sóluðum okkur og köstuðumst til og frá í öldugangi. Eftirtektarvert er þó hvað fallegir menn búa á þessu landi. Greinilegt hvar ég leita ef ekkert gengur heima. Hoho.
Við píurnar skelltum okkur á vini okkar í Shy Child en þeir performuðu einmitt í sama sjónvarpsþætti og við hér um árið. Ávallt hressir. Arcade Fire liðar rúlluðu sínu sjóvi upp eins og alltaf og verð ég nú að segja að við gerðum það líka þetta kvöld. Mikið stuðsjóv. Eftirpartíið var snilld mikil og má þar helst nefna marblettastóladansinn, viftudansinn og kæliskápasetuna. Af því að ég get verið svo flippuð ákvað ég að skella mér inn í kæliskáp og náði einhvernveginn að brjóta stálplötuna sem ég sat á. Enda með stálrass. Win úr Arcade reyndi slíkt hið sama en komst ekki fyrir í skápnum enda slefar hann upp í tvo metrana. Eftir mikið danssvitakóf, vatns- og vodkaáhellingar og sófapulluslag var haldið í eftireftirpartí og var þar margt um manninn. Maður ruglaði aðeins í liðinu þarna eins og sönnum Íslendingi sæmir. Ég lenti í afar skemmtilegu samtali við Tom úr Rage Against the Machine og kenndi honum meðal annars smá íslensku. Þurfti hann nokkrar tilraunir til að læra hina klassísku frasa “Flott gervibrúnka” og “Æ ég veitiggi”. Erfiðara að kenna Könum íslensku en Bretunum. Svo fór líkaminn að segja stopp við allri þessari vitleysu og við fórum upp á hótelið að lúlla því daginn eftir var flug hingað til Sydney.
Sydney er svaka töff og er hótelið staðsett við óperhúsið og brúna. Í dag fórum við nokkrar í ferjuferð um borgina og létum okkur dreyma um hafnarvillur og seglskútur á meðan Japanir tóku Fuji-myndir sí og æ. Rétt í þessu var meirihluti okkar að koma af Arcade Fire tónleikum. Allt annað að þekkja lögin og svona en sú var ekki raunin þegar ég sá þau fyrst í New York í apríl. Obbosí. En ég er allavega búin að gera heimavinnuna mína núna. Svo verð ég að hryggja ansi marga Íslendinga með því að þessi ágæta hljómsveit mun ekki stíga á stokk á klakanum árið 2008. En það er alltaf annað ár eftir þetta. Særún - alltaf með nýjasta skúbbið.
Tilhlökkunin á mínum bæ er mikil fyrir morgundeginum en þá spilum við fyrir framan óperuhúsið hér í Sydney. Ekki margir sem fá að gera það. Shy Child hita lýðinn upp og má búast við miklu stuði. Dvöl okkar í Sydney er þó ekki lokið eftir það því á fimmtudaginn spilum við aftur á festivalinu.
Þið afsakið allt rausið í mér en ég skelli nokkrum myndum með í sárabót:
Fönní búð í Auckland
Nokkrar að pissa í sig af spenningi fyrir Arcade
Blörrað en bjútífúl
Ég kveð úr Kengúrulandi. Skoppiskopp.
þriðjudagur, janúar 22, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ég sakna þín ! hvar væri ég án blogganna þinna hehehe :D !
særún ofurfréttaskúbbari - mikið er ég ánægð - loksins LOKSINS fékkstu titilinn sem þig hefur alltaf dreymt um ;) !
ömmsídeisí - no news from home :D ég er bara að fara á akureyri á eftir - þótt það sé stórhríð og stormar um landið og svona .. krossum bara puttana að ég og maggi komumst á leiðarenda hahahah :D
pældu samt - ég er álíka spennt að fara á akureyri og þú varst að fara til ástralíu hehe - ég öfunda þig samt meira - en þetta er það besta sem ég get gert í stöðunni hahahaha :D ! segi bara svona .. er ofurspennt að fara ;)
knúþ í kleeþ sætust :D - teygjustökkofurhetja! ég blogga eftir helgi :*
luv always!
Skrifa ummæli