Allir í stuði
hér í Melbourne enda ekki annað hægt. Á mánudaginn var spilað í fjórða sinn (reyndar þriðja sinn fyrir okkur) á Big Day Out festivalinu og byrjuðum við kvöldið á því að spila með Arcade Fire í þeirra síðasta lagi, Rebellion Lies. Svo var okkur hent í úmpa-lúmpa gallana og upp á svið. Eftirpartíið var svo hið skrautlegasta eins og alltaf og var maður því rúminu feginn morguninn eftir.
Í kvöld er svo planið að fara á Rage Against the Machine tónleika og keyptum við því byrgðir af eyrnatöppum fyrir kvöldið. Heyrnin er víst svolítið mikilvæg og ómissandi. Á morgun fluffumst við svo til Adeleide og voða gaman.
Tjá!
Rage hafa engu gleymt
Tékkið á apanum í trénu þarna aftast
Hressar Pálmadætur
Mennirnir í lífi okkar: Shaun, Ken, Jez og Mark.
Lafði Björk eða hékk hún?
Aðrar myndir eru ekki húsum hæfar.
miðvikudagur, janúar 30, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli