þriðjudagur, desember 25, 2007

Hátíðarfærslan

Fyrir sumum eru jólin búin því pakkarnir eru búnir. En stærsta gjöfin er óopnuð og þurfið þið að finna út sjálf hver hún er (voða korní tónlist)

Og núna fáið þið að lesa hvað ég gerði síðastliðnu daga:

Á föstudaginn var húllumhæ. Ég, Vala og Oddný skelltum okkur á ömurlegasta ball ever. Háskólaballið á Breiðvangi. Við mættum í seinni kantinum og þegar við komum fór ég bara að hlæja því mættar voru sirka 8 hræður og aðeins hálfur staðurinn opinn. Í það korter sem við vorum á staðnum vorum við í hláturskasti en hættum því þegar við mættum í bæinn og dönsuðum af okkur allt svekkelsi. Aahh, það var gott.

Laugardagurinn fór í leti en á þoddlák fór ég á Laugarveginn með Sigrúnu minni í jólageðveikina. Hleypa þurfti inn í sumar búðirnar í hollum og kvensur með vagna áttu svæðið. Svo var asskoti kalt.

Í gær byrjaði jólastressið fyrir alvöru með pakkakeyrslum og veseni. Þegar ég fer að búa ætla ég að heimta að pakkarnir komi til mín. Jæja þegar við komum heim kl. 5 var ofninn kominn í gang en engin hamborgarahryggjalykt. Þá hafði mamma gleymt að setja hrygginn inn í ofninn. Það er víst nauðsynlegt ef eitthvað á að eldast. Svo gleymdist að fara með Sókra í göngutúr þannig að kl. 6 var ég ein á gangi um hverfið með hundinn minn. Voða næs. Sem betur fer fengum við ekki matinn um miðnætti heldur reddaðist þetta allt. Pakkarnir rifnir upp og allir voða ánægðir. Nenni ekki að telja upp hvað ég fékk. Sorrí. En pabba fannst munkakuflinn utan um rauðvínsflösku sem ég gaf honum, ekki eins flottur og mér. Ísinn var svo allur kláraður sem hefur ekki gerst lengi en það er af því að mandlan í ísnum fannst hvergi. Þá hafði Siggi frændi fengið hana í fyrsta bitanum og geymt hana allan þennan tíma. Hann Siggi frændi prakkari. Síðan eyddum ég og síðarnefndur Siggi frændi örugglega heilum klukkutíma í gestaþraut sem gekk svo aldrei upp. En hún verður kláruð í kvöld í hangikjötinu hjá ömmu og afa.

Á morgun er svo Millaball og ég verð þar. Og hér koma nokkrar góðar frá föstudeginum. Já og gleðileg jól gott fólk.






Þessir voru flottastir

Svo vil ég leiðrétta algengan misskilning. Ef þú hellir útrunni mjólk út í óútrunna mjólk, þá er ekki allt í lagi með mjólkina. Hún er alltaf jafn útrunnin. Vildi bara koma þessu á framfæri. Takk.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HJÚKK !!! EF þú hefðir EKKI sagt mér þetta með mjólkina þá bara veit ég ekki hvað hahahahahha!!!

gott að þú áttir góð jól - minn aðfangadagur var ekkert rosa spennó skal ég lofa þér ... en við ræðum það fljótlega :D

hittingur soon takk til að sprella eitthvað fönn :*

Unknown sagði...

Gleðileg jól Særún sæta;)