mánudagur, desember 17, 2007

Heimkomin kona

Og komin í kærkomið jólafrí þangað til 15. janúar en þá er ferðinni haldið til Nýja-Sjálands, Ástralíu, kannski Balí og Asíu. En Vegas já. Ég og Vallarinn rifum okkur upp úr almennum veikindum og fundum þetta svaðalega moll þar sem peningunum var eytt eins og ég veit ekki hvað. Ég skrapp svo á I Am Legend í bíóið á hótelinu og brá bara nokkrum sinnum. Smá. Þið verðið bara að bíða þangað til annan í jólum til að sjá hana í bíó. Haha hí á þig. Nú svo fórum við nokkur á tónleika með The Killers-mönnum. Ekki á þeirra tónleika heldur aðra tónleika. Ætluðum svo að fara á Beowulf í bíó en það gekk ekki. Þá hefði ég farið í bíó tvisvar sinnum á sama deginum. Úff. Í staðinn fóru þeir með okkur á ekta 70' ítalskan Vegas veitingastað sem er opinn allan sólahringinn. Bara fyndið.
Jæja daginn eftir var hljóðprufa og veikindin alveg að gera alla brjálaða. Hóst og hor um allar trissur. Tónleikarnir gengu samt ágætlega og var stuð á fólkinu. Ég þorði nú samt ekki að gera neinar snöggar hreyfingar því ekki vildi ég að horið færi að fljúga á mann og annan. Þetta voru sem sagt síðustu tónleikarnir í Bandaríkjunum sem er bara fínt. Komin með soldið ógeð á því landi í bili.
Eftirpartíið var svakalegt og haldið á 53. hæð á hótelinu. En það sem gerist í Vegas verður eftir í Vegas. Ég kom samt ekki heim með hring á fingri, því miður.
Kl. 5:30 um morguninn mætti ég niður í lobbí í misgóðu ástandi og steinrotaðist um leið og ég settist í vélina til NY. Þurftum að bíða á JFK í nokkra klulla og heim. Aaaa það er gott að vera komin heim.

Myndir!


Til hvers að fara til París þegar þú getur séð það sama í Vegas?


Dúðuð Valdís í Aladín-mollinu


Eitt klikkað par sem ákvað að halda brúðkaupsveisluna í hlaðborðinu á spilavítinu. Gerist bara í USA!


Give it to me


Helvíti getur maður verið eggjandi


Fyrst voru þær tvær


Svo þrjár


Á nú ekki að þurfa að telja ofan í ykkur


Gleði gleði gleði

Og hættið svo að kommenta svona mikið. Hef ekki tíma til að lesa þetta allt!

Blellöð
-S

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hlakka til að hitta þig strumpurinn minn :* er líka búin að finna ammælisjólagjöf fyrir þig híhí :D m.a.s. búin að kaupa jólagjöfina hans magga! pældu í því !!!!

eitt próf eftir - á fredag ! svo heimta ég að fara að hitta þig a.s.a.p! :*

Sigrún sagði...

vá hvað við erum nú hamingjusöm á þessum myndum. bara ef heimurinn væri svona fallegur.....


værum við þá ekki búin að leysa öll heimsins vandamál?


heimspeki dagsins

gleðilegt jólastress..