Kleinublogg
Eins og margir vita eflaust þá fengum við okkur dúlluhvolp í september og fékk hún nafnið Kleina. Til að byrja með var hún eins og hver annar hvolpur, kúkaði og pissaði bara þar sem hún stóð og var ávallt sú sprækasta. En á meðan ég var úti hætti hún að vilja að borða og enginn vissi af hverju. Nú er hún afar máttlaus og í gær fengum við þær hræðilegu fréttir að nýrun hennar eru hætt að virka. Á næstu dögum verður því án efa að lóga litla greyinu. Það ríkir því mikil sorg á þessu heimili en svona er víst lífið. Það er bara svo sárt að horfa á hana þegar henni líður svona illa og ennþá sárara að vita til þess að kannski verður hún ekki þarna á morgun. Sá litli tími sem ég fékk að eyða með henni var góður tími. Við kúrðum alltaf saman á morgnana þegar allir voru farnir í vinnur og skóla og höfðum það kósí. En ég er hætt þessu niðurdrepandi babbli mínu og enda þetta á nokkrum myndum af prinsessunni.
Hæ. Ég er sæt.
Alltaf að sjúga í sig fréttirnar
laugardagur, nóvember 24, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
þið sko langsætastar :*
æj hvað ég samhryggist. greyið litla :( en hvenær eigum við að kíkja á kaffihús, ég er til hvenær sem er :)
æj hvað ég samhryggist. greyið litla :( en hvenær eigum við að kíkja á kaffihús, ég er til hvenær sem er :)
Skrifa ummæli