Skúleblogg
Núna er ég í skólanum. Samt ekki í tíma. Bara læra. Ætla nú ekkert að tjá mig um þessa nokkru tíma sem ég er í fyrr en ég er virkilega farin að finna fyrir öllum hugarþunganum sem því fylgir að vera í háskóla. Tjái mig um það seinna.
En gleðifréttir fyrir suma! Ný tík mun bætast við fjölskylduna á næstu dögum og heitir tíkin Kleina. Tók þessa skemmtilegu mynd af henni um daginn þegar hún kom í heimsókn:
Og hérna er hún með systkinum sínum:
Ókei ég skal hætta öllu sprelli. Haha. En í alvörunni, hún á að heita Kleina. Asnó? Mér finnst það bara sætt. Og þetta er alvöru mynd af henni:
Dúllídúllí! Hún er af kyninu Shetland Sheepdog sem er alveg eins og Collie nema bara minni. Hún verður því nýja prinsessan á heimilinu því ég hef ákveðið að segja af mér titlinum. Svo mikil vinna. Sókrates gamli kall er samt ekki sáttur við hana um þegar þau hittust í fyrsta sinn gat hann ekki látið hana í friði og varð hinn afbrýðisamasti. Ekki furða því hann er auðvitað kóngur á sínu heimili. En ég finn á mér að þau eigi eftir að vera góðir vinir.
Öllum er velkomið að kíkja á gripinn í þessari viku því ég verð víst að vera dugleg við að passa hana fyrstu dagana svo hún sé ekki ein. Þetta verður svipað því að fá annað yngra systkini á heimilið. Ooo en gaman.
þriðjudagur, október 02, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Fukk hvað kleinan er sæt!
sjitt mig langar bara að borða hana hún er svo sykursæt !!!! ;)
Til hamingju með Kleinuna! Massakrútt:D
Heyrðu ég er líka kominn með nýjan hund. Varði dó í sumar. Nýji hundurinn heitir Haukur hann kanski fær að hitta Kleinu hehehe
Skrifa ummæli