laugardagur, september 01, 2007

Stóra-Bretland

Þar er ég stödd þessa stundina. Tók London með trompi í nokkra daga, las viðskiptin í görn og fór inn á milli á Oxford Street, á Tate Modern á Dalí sýningu, fann mér horn og já, í 3 sprautur. Ég sagði sprautur já. Maður þarf víst að horfast í augu við óttann ef maður ætlar sér að fara til framandi landa eins og þau eru mörg í Suður-Ameríku en þangað fer ég í nóvember. En sprauturnar eru ekki búnar því ég á eftir að fara í einhverjar fjórar í viðbót. Úff. En ég get víst lítið kvartað því Shaun, tour managerinn okkar, var að greinast með blóðtappa í fætinum út af öllum þessum flugum (flugum í flugvél, ekki hrossaflugum) Hann þarf að fara í fullt af sprautum og má ekki koma með okkur til Kanada og usa því þangað þarf maður víst að fljúga. Voðalega tómlegt án hans. En vonandi batnar honum.


Og hérna erum við á einum indverskum. Fékk smá í mallann eftir þetta.

Já og svo er túrrútan sem við erum í núna sú flottasta til þessa. Á tveimur hæðum með betri stofu og læti. Þarna erum við að horfa á eitthvað rosalega fyndið á flatskjánum: (myndin er uppsett)


Á Írlandi vorum við í eina nótt á 5 stjörnu golfhóteli úti í rassgati. Fór ég nú í hvorugt (rassgatið eða golfið) heldur las bara og las. Mini-Björk var svo heppin að fá svítu því það hafa allir haldið að þar væri Big-Björk um að ræða en hún var ekki einu sinni á hótelinu. Heppin. Þannig að við fórum í svítuna um kvöldið og horfðum á Fjögur brúðkaup og jarðarför sem var mjög viðeigandi.


Ég og rekstarhagfræðibókin mín erum bestu vinkonur núna. Erum alltaf að spjalla um framboð og eftirspurn og svona. Síðan var spilað um kvöldið á hálfgerðu hippafestivali sem var nú bara mjög gaman. Keypti mér sólgleraugu þar og læti. Heitar flögur spiluðu á undan okkur og LCD Hljóðkerfi á eftir okkur. Svo var "Íslandsvinurinn" Damon Albarn á svæðinu, eflaust nýkominn af Kaffibarnum. Ég tók því nú bara rólega og fór upp í rútu eftir gigg enda ferja morguninn eftir. Gotta love 'em ferries. Ég stalst til að taka kameruna upp á svið og smellti af nokkrum myndum:


Fólkið var að missa sig


Kannast eitthvað við þessar píur


Kalladeildin

Þessi færsla er orðin endalaus þannig að ég hætti þessu bulli bara núna. Næsta gigg er svo annað kvöld fyrir utan Glasgow og þá verður húllumhæ. Brummum svo til London um nóttina og fljúgum svo til Keneda á miðvikudaginn. Babbla eitthvað gáfulegt þá.

Ps. Kann einhver gott ráð við óviðráðanlegri táfýlu? Skil ekkert í þessu...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.