föstudagur, september 14, 2007

Ofurblogg skal það vera!

Þá er ég bara mætt í Texas-fylki, réttara sagt Austin. Hér er alltaf sami hitinn, maður þarf varla að pissa því allur vökvi gufar strax upp. En best að byrja á byrjuninni:

Toronto:
Það er í Kanada krakkar mínir. Þar var nú heljarinnar stuð. Ég náði að versla smá því allir vita að smá sjopperí læknar öll sár. Skellti mér svo í CN turninn sem er hvorki meira né minna en 553 metra hár. Var mér smá bumbult í lyftunni en það er nú bara eðlilegt held ég. Svo var það misskilningur aldarinnar. Ég var að rölta heim á hótel með pyngjur og pakka þegar ég heyri öskrað hinum megin við götuna: "Paris!" Ég leit ótt og títt í kringum mig í von um að sjá stjörnuna en svo byrjaði kauðinn að hlaupa til mín með kameruna í eftirdraginu. Mér brá svo að ég hljóp beint inn á hótel og inn á herbergi. Þannig var nú Parísar Hilton-sagan mín en núna er ég kölluð Hiltonsdottir af einum kauða hér. Alltaf gaman. Svo spiluðum við á festivali á eyju einni í vatninu sem Toronto er við. Flugurnar voru að gera út af við mig og gleypti ég kannski svona fimm og sniffaði eina á meðan á gigginu stóð. Ojojoj. Svo ætlaði ég að fara aftur á festivalið kvöldið eftir til að sjá Blonde Readhead og Smashing Pumpkins en það fór fyrir bí.


Búningsherbergið var húsbíll. Fönní.


Vorum beðin um að koma í smá myndatöku með badmintonspaða. Meira fönní.

Detroit:
Komum til Birmingham fyrir utan Detroit á mánudaginn og gistum þar eina nótt. Daginn eftir var farið til Detroit og spila í ekki svo ljótu leikhúsi. M.I.A. vinkona okkar hitaði upp og var hressari sem aldrei fyrr.


Ekki furða að nýja hornið mitt heitir Stóri-Benni.


Harpa skrapp aftur til ísaldar


Var dansað eða hvað...

Um nóttina var svo brummað til Nashville og þar var voðalega lítið að gera. Engir veitingastaðir opnir kl. 7 þannig að núna fær Nashville nafnið Assville. Frá mér til Nashville. Bamm! Sem betur fer var stoppað stutt og um nóttina keyrðum við hingað til Austin. Heitt og aftur heitt. En við skelltum okkur bara í hótelsundlaugina á þaki hótelsins og kældum okkur niður. Fengum okkur svo ekta Texmex mat um kvöldið sem var ekki amalegt. Og núna erum við hérna á Austin City Limits festivalinu og spilum í kvöld. Erum í góðra manna hópi því Peter Björn and John eru að spila núna og á eftir ætla ég að skutlast á Queens of the Stone Age og fleiri. Stuhuð. Nóttin mun svo fara í það að keyra til Jackson í sturtustopp. Svo kem ég heim eftir 2 vikur þannig að fólk verður að fara að panta tíma með mér. Haha.

Já svo má ég núna segja frá myndatökunni sem við píurnar fórum í fyrir um mánuði síðan. Það var pósað fyrir Dazed and Confused og á það víst að vera komið út en erfitt að finna það hérna í USA enda breskt blað þar á ferð. Allnokkrar rokmyndir af mér sem ættu að gleðja augað. Nei djók.

Ble

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

JÁ BLÉSUÐ - Tryggur Aðdáendason hér :D heyrðu ég vil bara taka það fram að þú ert sko miklu sætari en paris hilton!!!! og ekki eins drusluleg hehehe!

en kannast við svona "vinsældir" .. þegar ég var í útskriftarferðinni minni í króatíu þá var ég kölluð af ÖLLUM íssölum og veitingamönnum SHAKIRA hahahahhah!! vá I felt bjútífúl and poppjúlar heheheh:D