Litla appelsínan endurtekur sig
Þá er maður kominn hingað í stóra eplið í annað skiptið. Erum á þessu truntulega flotta hóteli og staðsetningin er góð. Ekkert Times Square núna með panflautuuppvakningu eða maraþoni kl. 6 á laugardagsmorgni. Stemmarinn bara voða tjillaður núna en í gær spiluðum við í hinu margrómaða húsi Madison Square Garden. Samkvæmt Wikipedia tekur húsið 20.000 manns sem er ekkert slor. Wikipedia lýgur ekki! Santogold og The Klaxons hituðu áhorfendaskarann upp og tókst þeim það. Fyrir þá sem ekki vita erum við komnar með þráðlausa míkófóna þannig að í uppklappslögunum förum við fremst á svið og slömmum og djömmum með Björkinni sem er bara snilld. Eftir giggið var svo farið í partí sem Klaxons menn héldu og hef ég ekki skemmt mér svona mikið lengi lengi. Núna er það bara þriðjudagsþynnka og lærdómur beint í æð. Góð blanda. Á fimmtudaginn spilum við svo eitt lag í Conan O'Brien og svo beint upp í vél á föstudaginn og heim. Til að hafa alla ánægða eru hér nokkrar myndamyndir:
Fundum skyr.is í Whole Foods. Gott að fá smá íslenskt í mallann.
Pan Asian er best
Frekar stórt
Klaxonsdúddar í blörri
Ein sveitt eftir sjóvið með nýtt hárskraut
Gakktu til liðs við bleika liðið
Ef þetta er ekki stuðmynd þá veit ég ekki hvað
Aðrar myndir eru ekki birtingarhæfar
þriðjudagur, september 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
mikið djöööö eruði SVALAR í þessum búningum með öll herlegheitin !! uss uss !!
og þú lifir svo spennó lífi núna beibígirl ;) viss um að þú höndlir að koma til mín og uuu rölta í kringlunni eða út að éta og chatta og djamma með íslensku föntunum heheh :D
luv ya sætust :*
ég fíla bleika liðið
Skrifa ummæli