Heimkomin
Eftir eitt leiðinlegasta flug norðan Alpafjalla er ég loks komin heim. Ef þú lendir milli tveggja sveittra norskra vina þá lofar það ekki góðu. Conan O'Brien var tekinn í ósmurt síðastliðinn fimmtudag og má sjá atriðið hér í slöppum gæðum:
Glímukappinn/leikarinn The Rock var þarna líka og svakalega er hann stór maður. Ji. En eftir sjóvið var brummað á grímuball túrsins og var þemað þjóðerni. Ég tók aðalgelluna Wonder Woman á þetta enda Ameríka í gegn. Hér koma myndir:
Gertud die Bierdame
Hvaða píur eru þetta?
America! Fuck yeah!
Ring Mark Bell var brassgella eina kvöldstund og Bergrún voodoo bara hlær
Bretarnir voru auðvitað Stubbarnir. Hvað annað...
Og nú tekur alvaran við. Þetta var alveg ágætis túr.
laugardagur, september 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
SJITT hvað þú ert mest aðal gellan á myndbandinu.. ert langmest í sviðsþjósinu..!!:D
Hlakka til að sjá þig á morgun litla frænka..;)
hæhæ!
ég keypti blaðið Dazed & Confused um daginn og það voru mjög undarlegar myndir af ykkur, þið voruð klipptar tvisvar inn á eina myndina, svona til að líta út eins og sæðishali úr sæðisfrumunni Björk, mjög fyndið. annars skemmtielgar myndir!
Skrifa ummæli