mánudagur, september 17, 2007

Atleeeeenta

Óheppnin hefur lagt mig í einelti síðastliðnu daga. Til að byrja með þá fékk ég hálfgert glóðurauga í Texas. Þannig er mál með vexti að í síðasta laginu, Pluto þá slömmum við smá. Algjörir rokkarar, ég veit. En í síðasta slamminu slammaði ég hann Benna minn í munnstykkið í augað og fékk þetta flotta glóðurauga. Mér finnst það bara töff. Er núna fyrst að verða fjólublátt þannig að það er bara eins og ég sé með augnskugga. Þá er það vandamál úr sögunni. Svo kemur næsta óheppni í næsta bæ. Svo stuttu eftir slammið kviknaði í hátalara á sviðinu. Og stuttu fyrir það kviknaði í risastórum vörubíl. Alltaf svo heitt í Texas sko. Jújú við djömmmuðum eftir giggið og ég fór í handahlaup og var að drepast í klofinu eftir það. En einhverjir gaurar úr ónefndri hljómsveit tók mynd af mér á meðan. Æði. Fórum svo í rútuna að talsetja eldgamla Jean Claude van Damme mynd.

Daginn eftir vöknuðum við í Jackson, Missippi og var það heldur betur draugabær. Ekkert opið á laugardegi þannig að ég var bara á hótelinu allan tímann. Fór í sólbað reyndar og saug í mig markaðsfræðina. Svo kom óhapp númer tvö. Ég var eitthvað að fikta í snyrtibudduni minni og kippist við það að ég skar mig á f***ing rakvélinni minni í löngutöng. Heilan bút úr puttanum! Og búturinn varð eftir í rakvélinni! Mín varð smá histerísk en þetta reddaðist samt allt á endanum. Mér blæddi ekki út því annars væri ég ekki að blogga núna. Er samt hálfhandlama og sýni fólki oft fingurinn, alveg óvart.

Og núna erum við í Atlanta og spilum í kvöld. Loksins komu langþráðir búningar og ætla ég að vera svo örlát að sýna ykkur hann, fyrst af öllum. Góðmennskan í fyrirrúmi. Þessir eru heldur kvenlegri að mér finnst og mun þægilegri. En fyrst kemur ein mynd:


Sigrún litla fékk sér nokkur tattú í anda Texas


Sumir voru ofurspenntir


Allar í gallann!


Uppá sviði

Svo erum við píurnar búnar að stofna myspace og má nálgast það hér.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sæhesturinn minn - oh þú ert yndlingur með hor!!! óheppnin fylgir manni hvert sem maður fer - þýðir ekkert að stinga af til útlanda og halda að maður verði eitthvað heppnari þar hehehe!
en gott þú ert okei - og það er bara að harka þetta af sér ;)

en vááááá hvað búningarnir ykkar eru RÖFFAÐIR!! sjúkt in das breinhás! :D .. og já - bara að minna þig á að þú ert alveg að koma heim ;) ! luuuuuv!

Nafnlaus sagði...

fær maður verðlaun fyrir að vera duglegastur að kommenta ? heheh djók ;)

9 DAGAR!!!!

Nafnlaus sagði...

hey beibí - nokkuð farin að sakna mín ;) hehehhehe - segðu svo að það að sitja á þjóðarbókhlöðunni meiki ekki smá sens - maður verður margfalt duglegri við að halda contacti við vini sína sem eru úti hahahahah :D ! knús :*

Særún sagði...

Jei! Ég á allavega einn brjálaðan aðdáanda! :)

Vala sagði...

hehe..en viku? það er nú ekki lengi að líða :) hlakka til að sjá þig, það er líka komið mikið haust hérna! mjög ferskt loft og svona.... ég er eiginlega smá fegin :D