föstudagur, júní 08, 2007

Hæfaddirífaddírallallala!

Þá er ég komin heim enn á ný, klapp fyrir því. Lundúnaferðin tókst vel og nenni ég nú ekki að tala um stjörnufansinn sem maður var í þar í borg. Það nennir enginn að lesa um það. Var Paul McCartney að tala við mig með handapati í miðri upptöku? Neinei. Æfði gítarleikarinn í Raga Against The Machine og Audioslave einu sinni á horn, sökkaði á því og kom svo til Íslands '97 og partíaðist sjúkt mikið? Neineinei. Elskan mín. En það var mjög skrýtin stemmning að vera allt í einu í stúdíói í London að spila aðalpáverbúst-lagið sem er alltaf í endann á öllum tónleikum. Lagið þar sem maður sleppir sér, finnur reifið og hendir niður míkrófónum og bara öllu því sem maður getur. En það mátti víst ekki og verður því gaman að sjá þáttinn og sjá hversu halló maður var. En það er bara gaman.

Síðan fengum við þær skemmtilegu fréttir að við fáum engin nótnastatíf á næsta túr og hvað þá? Obbobobb, engar nótur og þá er það bara harkan sex og læra allt utan að og æfa af sér afturendann eins og alvöru tónlistarmanni/konu sæmir. Ég hefði nú getað notað þann mikla hæfileika að geta flett blöðum með tánum og þannig getað haft nóturnar bara fyrir neðan mig en það hefði verið svolítið kjánó. Bara smá.

Jáh, svo komst ég inn í viðskiptafræðina í HR og það er því bara háskólapían á tónleikatúr tekin á þetta. Tek nú eitthvað minna en hinir en ég verð búin fyrr fyrir vikið. Verð líka að hafa eitthvað að gera uppi á hótelherbergi svo ég detti ekki alltaf óvart inn í búðir í útlöndum. Það hefur nú komið fyrir. Bara nokkuð oft.

En engar myndir frá London því ég gleymdi myndavélinni heima enda var pakkað í fússi kl. 4 um morguninn. Ég kveð því í bili. Blellöð!

4 ummæli:

Vala sagði...

cooper, er það ekki djammið á morgun? ég held ég fari ekki út í kvöld, alltof þreytt! en laugardagurinn er málið?? kv. Cohen

Vala sagði...

ps. þúst ég hitti líka alveg celeb. hitti eið smára á hverfis seinustu helgi. já þú mátt snerta mig.

Valdis Thorkelsdottir sagði...

Svo geta básúnustelpurnar og Ms. Brynja límt nóturnar á bakið á okkur ef þær ná þessu ekki í tæka tíð. Tíhí.

Nafnlaus sagði...

Hæ Hunter.Takk fyrir síðast!Verðum að hittast aftur áður en þú ferð út;) Hvernig heppnaðist svo grillið góða?;) heyrumst!