föstudagur, júní 29, 2007

Belgium douze point

Belgía er fínt land. Það tók okkur aðeins 40 mínútur að fljúga þangað á meðan hinir þurftu að fara í 7 tíma ferjuferð. Hohohoho. Hótelið okkar var á fínum stað í miðbæ Brussel en nettengingin þeirra er eitthvað vanþróuð. Nenni nú bara ekki að tala um það. Við píurnar skelltum okkur á kínverskan veitingastað og jú fengum okkur svo sveitta belgíska vöfflu í eftirrétt. Súkkulaðið flæddi um alla munna og við vorum að fíla það.

Daginn eftir var æfing um hádegið og svo var auðvitað skellt sér í búðir. Svakaleg nótnabúð var á staðnum og svo var allt morandi í second hand búðum. Maður varð bara. Eftir það fékk ég mér einn kríublund sem var vel þeginn. Þá var það kvöldmaturinn og ís í eftirrétt. Það vita samt ekki allir að Stellubjórinn sem er besti bjór í heimi kemur einmitt frá Belgíu og auðvitað skellti maður sér á nokkrar dósir og svo horfðum við nokkrar stelpur á Fóstbræður og veltumst um af hlátri. Úff. Og þá var sofið meira. Mig dreymdi nú ekki rauðhærða krakkann sem er alltaf að lemja mig í þetta skiptið þannig að ég svaf ágætlega þessa nótt.

Þá var það rokkið. Við fengum loksins rútuna okkar sem heitir því skemmtilega nafni Beat The Street og er hún hin glæsilegasta. Brummuðum svo á Rock Werchter festivalið sem var aðeins fyrir utan Brussel. Þar var margt um manninn og allt út í drasli og það bara á fyrsta degi. Belgar eru sem sagt sóðar. Neinei segi svona. Marilyn Manson átrúnaðargoðið mitt spilaði á undan okkur og var það sjónarspil. Í miðju lagi hætti hljóðneminn hans að virka (greinilega mikið riðlast á honum) og þá var honum bara kastað baksviðs, rétt hjá þar sem við stóðum. Litlu munaði að hann lenti á hausnum á einhverri konu. Svo labbaði hann bakvið trommusettið og fékk sér smá súrefni. Orðinn gamall greyið. Og seinna lagaði hann svo varalitinn sinn með því að klína smá meira af rauðum á varirnar. Hann verður nú að vera sætur á sviðinu ha. Þá var komið að okkur. Þetta var fyrsta giggið þar sem við vorum ekki með nótur og fannst mér það bara takast nokkuð vel. Stressköstin voru samt nokkur en maður róaðist á endanum. Á eftir okkur spiluðu Muse-menn af tærri snilld og horfði ég á næstum því alla tónleikana þeirra. Þá var hoppað upp í rútu og keyrt um nóttina til Berlínar þar sem ég er núna á svakalegu hóteli. Hef ég þá tækifæri til að sýna mína gríðarlegu þýskukunnáttu. Haha. En við stoppum nú stutt því í nótt keyrum við til Póllands og spilum þar á öðru festivalinu. Jibbí.
Og hér kemur myndaflóð ykkur til yndisauka:


Hér demónstreitum við Brynja Leffe bjórinn í kampavínsflöskulíki


Rútupíur


Nóg var af bolunum. Ég skellti mér á einn hvítan.


Sviðið sem við spiluðum á já


Jónas í betri stofunni. Ef ég hefði haft meira pláss í ferðatöskunni minni þá heðfi ég stolið þessu efni á veggnum og saumað mér gardínur heima.


Muse-menn voru í essinu sínu


Ég lagði mig í gríðarlega hættu til þess eins að sjá kappana betur


Hressleikinn í fyrirrúmi

sunnudagur, júní 24, 2007

Glastonbury in a hurry with curry

Á föstudaginn spiluðum við á hinni margrómuðu tónlistarhátíð Glastonbury. Eftir um 5 tíma rútusetu komumst við loks inn á svæðið sem var þakið leðju. Við Íslendingarnir vorum bjartsýnir og komum bara í venjulegum strigaskóm og nokkrir voru svo heppnir að hafa regnhlíf. Þá voru bara keypt handa okkur þessi svaðalegu stígvél. Hér má sjá nokkur pör í essinu sínu:



Sjóvið gekk bara þrusuvel þrátt fyrir að maður væri smá ryðgaður eftir síðasta Íslandsfrí. Svo geta sumir bara verið alveg hrikalega barnalegir. Fremst í krádinu voru 3 stelpur búnar að planta sér niður með fána sem á stóð: Björk rhymes with jerk. Alveeeeg. Svo var brummað heim og náði ég nú að sofa eitthvað smá með hausinn í keng og komum aftur á hótelið klukkan 6 um morguninn. Og svo var sofið meira fram að kaffitímanum. Í dag skelltum við okkur flestar á Portobello og auðvitað var smá spreðað. Það má nú ekki breyta út af vananum. Ha... Á morgun förum við svo að taka upp gamla stöffið hennar Bjarkar í nýju brassútsetningunum. Það verður stöð. Ég kveð ykkur svo með nokkrum myndum. Adíós.




Þessir voru skíthræddir þegar ég bauðst til að sýna þeim nokkur glímuspor


Og meiri drulla


Stígvélin og búningurinn voru flott saman

miðvikudagur, júní 20, 2007

Bloggí?

Er ekki kominn tími á smá blogg? Jú heldur betur í allan vetur. Þá er maður bara að fara af landi brott í aðrar fimm vikur á morgun og ég finn það á mér að þetta verður stuðferð allra tilkomandi stuðferða. Stuðið verður út um allt. Við erum líka að spila á 5 festi-völum (Ha Vala, ertu föst? Haha.) af 10 giggum þannig að já. Það verður sko stuð! Við byrjum allavega á því að fljúga til London á morgun og spila svo á Glastonbury á föstudaginn og viti menn, það er spáð úrhellisrigningu. Fuss. Og svo er það fyrsta giggið þar sem við þurfum að spila allt nótnalaust. Ég er bara ekki frá því að ég sé að pissa í mig úr stressi. En þá er bara málið að halda í sér og gera eins vel og maður getur. Jebbs. Og eftir allt pisseríið er brummað aftur til London í nokkra daga og þar ætla ég að reyna að finna mér eins og eitt horn eða svo. Ég er ekki alveg að nenna að standa í þessu flugvélaveseni af því að lúðurinn passar ekki í hólfin fyrir ofan sætin og maður fær bara dónaskap og ekkert annað frá þessum flugfreyjum. Þess vegna ætla ég að finna mér svona horn sem er hægt að taka í sundur og tekur því miklu minna pláss. Jæja tuðituðituði og ómerkilegheit. Svo verð ég líka að pakka gáfulega í þetta skiptið annað en síðast því þessir á Heathrow eru rosa strangir með yfirvigt og svona. Svo var ég um daginn eitthvað að tuða yfir því að rakfroðubrúsinn minn er alveg risastór og ég var ekki alveg að nenna að taka hann með mér. Þá sagði ein góðvinkona mín sem ég kýs að halda nafnleyndri: "Þá bara sprautarðu smá raksápu í dollu sem tekur miklu minna pláss." Úff og þið hélduð að ég væri ljóska! Uss og svei.

Og þeir sem vilja segja bless við mig geta gert það á morgun frá 9-13 en þurfa að vera þolinmóðir við mig því þegar ég er í pökkunarstressi er ég lítið viðræðuhæf. En svo tek ég líka við sms-um og tölvöpóstöm allan sólahringinn. Næstum því. Nema þegar ég er sofandi. Sem er oft. Þá er bara að kveðja því ég er að fara að hoppa yfir í Evrópusólina og planið er auðvitað að koma tönnuð heim. Líka þar sem sólin ekki skín. Þar hafið þið það. Bless félagar og ég skal vera dugleg við að blogga í útlöndunum!

miðvikudagur, júní 13, 2007

Jájá

Lífið heldur áfram, ekkert sem stoppar það. Svona sirka vika þangað til maður hoppar yfir í geðveikina í Evrópu enn á ný. Síðustu dagar hafa verið góðir. Mikið borðað enda þýðir ekkert annað. Svo hefur maður sogið í sig slúðrið hvert á fætur öðru enda hefur hef ég misst af svo miklu á meðan ég var í burtu. Þetta lið...

Ég skellti mér í göngutúr með hann Sókrates um daginn í kvöldsólinni. Harpa systir fékk að fljóta með. Sókri reyndi að vingast við kött með litlum árangri. Svo er hann orðinn svo gamall greyið að hann rétt svo stendur uppi þegar hann er að pissa. Erfitt að horfa upp á þetta. Ég var bara við það að halda á honum á meðan hann gerði númer eitt. En það myndi ekki enda vel. Veit nú ekki alveg af hverju ég er að blogga um einhvern helvítis göngutúr en svona er þetta í dag. Gúrkutíð enda gerir maður mest lítið þessa dagana. Jú ég hitti nú hana Móu um daginn og við skelltum okkur svo í Kolaportið en það hafði ég ekki gert í mörg ár. Gaman að því.

En hérna koma svakalegar myndir frá Seattle en hótelherbergisskápurinn hafði að geyma þessa svakalegu sloppa. Ég bara varð. Njótið


Kynþokkinn hreinlega lekur


og lekur

Svo var ég í klippingu og litun í morgun. Annað gott dæmi um gúrkutíðina. Svo er mér illt í maganum.

Og ég kveð með myndbrotum úr Jools Holland þættinum sem var sýndur í síðustu viku. Njótið.

Earth Intruders


The Anchor Song


Declare Independence

föstudagur, júní 08, 2007

Hæfaddirífaddírallallala!

Þá er ég komin heim enn á ný, klapp fyrir því. Lundúnaferðin tókst vel og nenni ég nú ekki að tala um stjörnufansinn sem maður var í þar í borg. Það nennir enginn að lesa um það. Var Paul McCartney að tala við mig með handapati í miðri upptöku? Neinei. Æfði gítarleikarinn í Raga Against The Machine og Audioslave einu sinni á horn, sökkaði á því og kom svo til Íslands '97 og partíaðist sjúkt mikið? Neineinei. Elskan mín. En það var mjög skrýtin stemmning að vera allt í einu í stúdíói í London að spila aðalpáverbúst-lagið sem er alltaf í endann á öllum tónleikum. Lagið þar sem maður sleppir sér, finnur reifið og hendir niður míkrófónum og bara öllu því sem maður getur. En það mátti víst ekki og verður því gaman að sjá þáttinn og sjá hversu halló maður var. En það er bara gaman.

Síðan fengum við þær skemmtilegu fréttir að við fáum engin nótnastatíf á næsta túr og hvað þá? Obbobobb, engar nótur og þá er það bara harkan sex og læra allt utan að og æfa af sér afturendann eins og alvöru tónlistarmanni/konu sæmir. Ég hefði nú getað notað þann mikla hæfileika að geta flett blöðum með tánum og þannig getað haft nóturnar bara fyrir neðan mig en það hefði verið svolítið kjánó. Bara smá.

Jáh, svo komst ég inn í viðskiptafræðina í HR og það er því bara háskólapían á tónleikatúr tekin á þetta. Tek nú eitthvað minna en hinir en ég verð búin fyrr fyrir vikið. Verð líka að hafa eitthvað að gera uppi á hótelherbergi svo ég detti ekki alltaf óvart inn í búðir í útlöndum. Það hefur nú komið fyrir. Bara nokkuð oft.

En engar myndir frá London því ég gleymdi myndavélinni heima enda var pakkað í fússi kl. 4 um morguninn. Ég kveð því í bili. Blellöð!

mánudagur, júní 04, 2007

Jojojo mofos

Eg er i London trallala. Madur vedur i fraega folkinu eins og fyrri daginn. Allt ut i sellebum a Leifsstod og svo var Brain May, gitarleikarinn harfagri ur Queen bara nokkrum metrum fra mer a Heathrow. Eg var vid thad ad na mer i eins og einn harlokk a hofdi hans en litla gafada Saerunin stoppadi mig af. Hjukket. Svo kom eg upp a hotel og fann sardinur i Cesar salatinu minu. Veni, vidi, vici segi eg nu bara. Svo er thad aefing fyrir thattinn a eftir en upptakan er a morgun. Vonandi hittir madur herra Pal og get eg tha heldur betur baett honum a seleblistann minn sem lengist og lengist med hverjum deginum. Ja lifid er yndi med bindi.

So long suckers!
Wicked!