Denver beibí!
Ég er ekki lengur í Denver en þið þurfið nú samt að vita hvað ég gerði þar. Ókei, við komum upp á hótel og hótelslopparnir voru geðveikir. Með svona tigermunstri. Eitthvað fyrir mig. Svo fóru ég, Erla, Harpa, Bergrún og Damian á Blades of Glory og ji minn eini, ég hló svo mikið. Svo var einmitt skautakeppni í myndinni sem var haldin í Denver. Lítill heimur! Svo kom alveg hellidemba og haglél og læti en þá var ferðinni haldið á Casa Bonita, mexíkanskan veitingastað sem einhver mælti með og sagði að væri bara kreisí. Jújú við komum og við okkur blasti svakalegt hús. Þegar við komum inn þá var þetta svona bakkastaður. Maður pantaði þá við kassa, fékk miða og þurfti svo að labba í gegnum eitthvað keðjudrasl til að fá matinn sinn. Maturinn var heldur betur sjabbí og staðurinn líka. Skemmtiatriði voru á staðnum svo sem gaur sem hoppaði ofan af plastkletti og ofan í lítinn poll, maríatsís og gaur í górillubúning og stuttbuxum. Sem sagt mjöööög speeeees.
Daginn eftir var svo tónleikadagur. Ég lét það ekki á mig fá heldur fór að versla. Hvað annað. Upp í rútu og á Red Rocks rétt fyrir utan Denver. Ég er að segja ykkur það, þessi staður var svakalegur. Myndir hér fyrir neðan. Svo lak allt inni enda vorum við bara inni í fjallinu og veggirnir voru margir hverjir bara ber klettur. Svo var sándtékk í skítakulda og síðan borðað. Og eins og glöggir vita kannski, þá er kaldara á kvöldin en á daginn og því þurftum við að vera í peysum innan undir búningunum sem eru kannski ekki þeir hlýjustu. Mátti sjá íslenska fánann í þvögunni sem yljaði manni í hjartanu. Tónleikarnir gengu þrusuvel og hoppaði ég og skoppaði það mikið að ég fékk hlaupasting. Passa mig á þessu næst. Svo var nuddstóll í einu herberginu og vá, þetta var bara himnaríki á jörðu. Einmitt það sem ég þurfti. Mamma! Og pabbi! Kaupa nuddstól! Núna! Smá dansidans og síðan skokkað í rútuna og brummað til Salt Lake City þar sem ég er núna. Fór einmitt í göngutúr áðan og gekk framhjá bíói. Stóð stórum stöfum fyrir ofan dyrnar: No weapons allowed. Æi þar fór sú ferð. En lögin sem eru í þessari borg eru víst svakaleg. Gott dæmi um það er að það má ekki sprengja sprengju en þú mátt hafa hana á þér. Aha! Svo er það Reno á morgun og San Fran eftir það. Blablabla.
Myndamyndir:
Allir dúndrandi hressir á Casa Bonita
Górillan sem reyndi að bregða mér. Það tókst.
Stingurinn sjálfur tók fyrir mig lag
Upp sviðið
og niður sviðið
Maður er soddan náttúrubarn
Förum með alla fjölskylduna á klósettið. Saman.
Slást?
Benni beib hafði það gott hjá mammasín
Þessa mynd kýs ég að kalla Einsemd
Svo kom þessi gaur og jogglaði svona helvíti fínt
miðvikudagur, maí 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
mikið ógeðslega ertu dugleg að blogga og mikið ógeðslega er ég sátt við það :D
er í vinnunni núna .. (vá kemur það ekki á ÓVART) !!! næturvakt meðan allir tjútta .. btw sumir sofnuðu á klósettinu áðan - nefni engin nöfn en það byrjar á H og endar á afdís *uss* ! ég hló .. mean woman hehe!
Rannveig sem vann hérna er byrjuð aftur - hitti hana áðan og hún biður að heilsa þér :D
ömmmm, ég bíð ennþá spennt eftir myndum úr lúxuskerrunni ...
og pant koma í heimsókn þegar þér er búið að takast að sannfæra ma og pa um að kaupa nuddstól ;) skal svo alltaf passa hann bara meðan þú ert úti :D oh maður er illa mikið góðmennskan uppmáluð!
hey svo verð ég að segja þér töff sem mig dreymdi um daginn .. var á leiðinni í vinnuna til konu sem heitir ÓSK ..allt í einu átti ég LÍTIÐ BARN-STRÁK sem birtist bara óvænt og ég átti ekkert handa honum..ekki dót, föt, bleiur, rúm eða neitt.. og eini maðurinn í draumnum sem hjálpaði mér var vinur minn sem heitir ÓSKAR .. þrennt í þessu - ÓVÆNT BARN - ÓSK og ÓSKar !! sjitt hvað það er eitthvað klikkað magnað að fara að gerast í mínu lífi :D :D bíð spennt - kannski kemur einhver múltimilli frá usa og vill giftast mér .. sjetturinn tetturinn! (já eða eitthvað annað fun - hver veit) !
jæja ætla að hætta áður en commentið mitt verður lengra en bloggið þitt ;) væri það ekki röffað!
luuuuuuuuuv sætust :D
Denver var stuð! snilldarblogg - Go Særún go:)
Brynja
geðveikt svið, kona. Mujer!!!
vááá..
ást
vala ;)
...kvittetí kvitt kvitt...gaman að lesa um ykkur...frábært þetta klósett...ég ætlað fá mér svona...hehehe...tb
Skrifa ummæli