laugardagur, mars 03, 2007

Stefnumótaráðleggingar Særúnar

Undirrituð hefur farið á mörg slæm stefnumótin um árin. Allavega hefur ekkert af þeim verið gott. Hér koma nokkrar sannsögulegar ráðleggingar til karlpeningsins. Já og lesbíanna. Segi svona. Njótið og farið eftir, því engin stúlka vill lenda í mínum óhöppum. Onei.

1. Ef það vill svo skemmtilega til að þú ert með myndavél í vasanum á deitinu, bara alveg óvart, þá segir þér það ekki að taka mynd af gellunni sem situr hinum megin við borðið að fikta í hárinu sökum óþægilegs andrúmslofts. Ef þú gerir þetta máttu skjóta þig í böllinn á staðnum!

2. Stelpan er á bíl og þið hittist í bænum. Þú færð þér nokkra öllara á kaffihúsinu og stelpan fer að geispa. Þú SEGIR henni að skutla þér heim. Ókei, þú átt heima stutt frá. Stelpan rennur í hlað en leggur ekki í neitt stæði, bara svona til að segja þér að hún sé ekki að koma inn. Þú biður um knús. Jájá, á mörkunum. Í guðanna bænum, EKKI STYNJA OG UMMA á meðan á knúsinu stendur. Og ekki knúsa í heila mínútu og vilt ekki sleppa. Bara lost keis.

3. Þú kemur óvænt heim til stelpunnar og lætur ekki vita. Með rómantíska DVD mynd - Dancing With Wolves. Jújú, voða kósí en samt soldið mis. Þú hoppar í rúmið hennar eins og þú eigir það og skilur eftir pláss fyrir stelpuna til að fara að spúna fyrir framan sjónvarpið. Svo ferðu að káfa á andlitinu á henni á meðan þið horfið á myndina. Hvað er málið?!? Þú varst kannski að pissa rétt áðan eða kúka og þvoðir þér ekki um hendurnar. Oj! Það gæti munað litlu að stelpan slái þig utan undir.

4. Þú ert geðveikt góður í keilu. Það segir þér samt ekki að bjóða stelpunni í einn leik og bursta hana 178-15. Svo verðurðu ýkt montinn og segir að sá sem tapi bjóði kaffi á kaffihúsi. Gubb!

5. Ekki bjóða stelpu í bíó á fyrsta deiti. Hvað þá á barnamynd um rottur. Hvað þá að borga miðana með fílusvip og segja svo í kjölfarið: "Þú splæsir nammið" og færð þér svo stóra popp, stóra kók, Mars og Nóa Kropps poka. Nær allavega uppí andvirði hins bíómiðans. Íddíót!

6. Stelpan er að fá sér nokkra í bænum og þú átt heima í miðbæ Reykjavíkur. Sendir stelpunni sms og spyrð hvað hún sé að gera. Hún segir þér það og þú býður henni í heimsókn. Stelpan segir að þá komist hún kannski ekki heim en þú segir að bragði: "Ætli ég verði ekki að skutla þér heim..." Stelpan labbar dágóðan spöl í slabbinu og hringir þegar hún er fyrir utan. "Ekki öskra, mamma og pabbi eru sofandi." Stelpan svarar móðguð: "Ég skal reyna að hemja mig!" Byrjar vel. Þið eruð að horfa vídjó. Ekkert gerist. Smá spjall. Svo ferð þú að GEISPA og spyrð hvort stelpan geti ekki reddað sér heim! Stelpan segist svo ekki vera, allir eru farnir heim. Stelpan neyðist til að labba til baka og taka ein leigubíl heim. Þú færð verðlaunin ASNI ALDARINNAR og út að borða fyrir einn á Bæjarins bestu því það muntu vera að eilífu... EINN!

7. Þú býður stelpunni heim að horfa á sjónvarpsþætti. Kaupir nammi handa ykkur en borðar ekki sjálfur nammi. Hálfpínir stelpuna til að fá sér. Horfir á hana borða og henni líður ekki vel með þetta allt saman. Pressa. Síðan ferðu að pota í hana á fullu og stelpan horfir á þig undrunaraugum: "Hvað ertu að gera?!?" Hann svarar: "Ég er að bara að reyna að gera þetta..." og kyssir stelpuna með gúmmívörum út um allt andlit. Smúþ! Nei.

8. Þú ert fullur. Sendir stelpu sms og spyrð hvað hún sé að gera. Hún segist vera heima. En þú? "Er að kúka. Viltu sjá?" Heillandi! Það ætti að senda svona menn á hæli.

Í guðanna bænum drengir. Ekki gera sömu mistök og þessir drengir. Þið gætuð misst manndóminn...

16 ummæli:

Anna Jonna sagði...

Mér fannst þetta svo próvó að ég ákvað að tuða svolítið. Það fyrsta sem mér dettur í hug er barnauppeldi. Ég var sjálf alin upp með bönnum en annars miklu frelsi. Ég er sjálf fylgjandi því að veita jákvæða athygli, að hrósa börnum (mönnum :) fyrir það jákvæða sem þeir gera.

Það sem skiptir í raun máli, er að sættast á að gera ekkert og athuga hvernig þér líður í návist hins aðilans. Traust er forsenda sambands svo ef eitthvað fíflið rýfur loforð eða er ekki alveg treystandi á annann hátt, þá getur þú þakkað viðkomandi fyrir að þú þurfir ekki að eyða lengri tíma í byggja upp samband sem aldrei gat gengið.
Svo gaurinn á klósettinu og allir hinir, þakkaðu fyrir að þú losnaðir við þá í tíma. Við hinar vorum ekki eins heppnar. ;)

Nafnlaus sagði...

Snilldar blogg!! hugsaðu bara hvað þetta er fyndin lífsreynsla ;P haha snilld!

Nafnlaus sagði...

Ég get allavegana lofað þér að þú verður alltaf ein ef þú gerir alltaf ráð fyrir því að karlmenn sem þú býður í heimsókn þvoi sér ekki um hendurnar eftir saur-/þvaglát!

Særún sagði...

Hehe, greinilegt að þú þekkir mig ekki herra anonymous...

Og fyrst svo er vertu bara ekkert að tjá þig um þetta.

Takk

Særún sagði...

Og svo bauð ég honum ekki í heimsókn. Hann bara kom.

Kristján Hrannar sagði...

Ég fussa, hvað varð um alvöru séntilmennina?

Unknown sagði...

ég fílaði lúmskt þennan í keilunni.

Nafnlaus sagði...

hahahaha skemmtileg lesning, en omg hverskonarfroðuheila hefur þú verið að deita :-)

kannast ekki við neitt svona á mínum deitum, einu sinni horft á einhverja hryllilegustu mynd á ævi minni á deiti og það var stelpan sem kom með myndina ( henni fannst myndin líka leiðinleg semsagt, það var gert af ráði hjá stelpunni til að taka lélega mynd ) guess why haha.

hversu fyndið er samt að bjóða í bíó og segja svo við deitið....."ÞÚ BORGAR þÁ NAMMIÐ" sé alveg gæjann fyrir mér með tvo boðsmiða hahahaha

Nafnlaus sagði...

hahaha góð skrif hjá þér... varð bara að commenta á þetta hjá þér því mér fannst þetta svo fyndið!

En þvílíkir retharðar....ótrúlegt hvernig sumir láta!

Nafnlaus sagði...

Shit, segir þetta ekki meira um þig en þessa gaura? Ef gaurinn er að sofna á "deiti" þá myndi ég nú bara í þínum sporum taka hinti og láta mig hverfa.

Erla sagði...

Bíddu varst það ekki þú sem geispaðir. Og skrifið undir nafni en ekki fokkings anonymous, djöful þoli ég ekki þegar fólk getur ekki skrifað undir sínu nafni. Það eru bara aumingjar sem gera það.

Nafnlaus sagði...

ef þér líður betur erla þá á ég comment klukkan 3:06 PM og heiti ég bjarni.....kann bara ekkert á þetta blogspot blogkerfi.

Vona að ég sé ekki enn jafn mikill aumingi..

Nafnlaus sagði...

Haha þú kannt ekki gott að meta.

Erla sagði...

Nei málið er að ef fólk ætlar að vera með eitthvað diss þá getur það ekki falið sig á bakvið anonymous.

Særún sagði...

Kann ég ekki gott að meta? Kallaði ég þetta bara yfir mig? Djöfulsins kjaftæði er það. Ekki er ég að bjóða gaurum að haga sér svona. Ekki segi ég við þá áður en deitið byrjar: "heyrðu, látum þetta svo bara enda illa" Ég vil auðvitað að deitið sé skemmtilegt og að báðir aðilar skemmti sér með hvoru öðru en það er afar sjaldgæft að það gerist. Gerist kannski í svona 10% tilfella. Og hættið bara að tjá ykkur um þetta ef ykkur finnst þetta svona hrikalega asnalegt.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst bara að sæt stelpa eins og þú eigir eitthvað betra skilið en svona froðuheila, nískupúka og kjánalega gæja ( samkvæmt þessum frásögum þínum )

bjarni