mánudagur, nóvember 20, 2006

Upp og niður

Þetta krakkaveður hjá Sigga stormi er alveg magnað. Vindkviða er táknuð með einhverju sem líkist mörgum sáðfrumum sem streyma á hraða ljóssins. Magnað! Tékkið á´essu.

Og þá eru það fréttir. Ég er sem sagt að fara að túra um allan heiminn með engri annarri en Björk Guðmundsdóttur í meira en heilt ár. Byrjar í apríl 2007 og fyrsta giggið er í Kaliforníu. Meira veit ég ekki. Fer samt víða: Afríka, Asía, Suður-Ameríka, Ástralía, Evrópa og Bandaríkin. Þetta verður þannig að ég verð einn mánuð á túr og svo einn mánuð heima og svo einn mánuð á túr og svo framvegis. Ekki konutúr heldur spilatúr. Við erum 10 stelpur sem erum að brassast með henni og tókum við 2 lög upp á plötu með henni fyrir viku sem var hevví gaman. Fékk sushi í hádegismat en get ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi. Björk, Erla og Sigrún eru líka að fara þannig að mér á ekkert eftir að leiðast. Allavega ekki mikið. Svo er víst verið að hanna á okkur búninga og verður það eflaust skrautlegt. Glimmer og g-strengur kannski. En ég er allavega drulluspennt fyrir þessu en kvíði líka smá. Erfitt að vera frá öllum svona lengi en sem betur fer er þetta bara einn mánuður í senn. Og alltaf þegar eitthvað gott gerist fylgir eitthvað slæmt í kjölfarið. Það er bara þannig hjá mér. Svona jing og jang. Tölum samt ekki meira um það. Bara leiðinlegt.

Og fegurðardrottningin Björk Níelsdóttir er tvítug í dag og óska ég henni til hammó með það. Svo er það bara kellan ég eftir viku. Jíha. Ég kveð á þessum mánudegi sem er fullur af slappleika og móral. Út.

Engin ummæli: