Nei
Latínan segir sig ekki sjálf, skrifar sig ekki sjálf heldur. Piff.
Fór í kjólaleiðangur í dag. Það er erfitt að finna sér kjól en ég held að hann sé fundinn. Já segjum það.
Fór að pæla, er búin að gera það óvenju mikið þessa dagana. Sumir segja: hálft annað ár. Í fína lagi með það en þetta er samt rosalega villandi.
1) Gæti þýtt tvö ár mínus hálft ár. Þ.e. eitt og hálft ár.
2) Gæti þýtt 2 ár plús hálft ár í viðbót. Þ.e. tvö og hálft ár
3) Gæti þýtt helmingurinn af tveimur árum, sem sagt eitt ár en það væri því lítill tilgangur í að nota þetta orðalag. Styttra að segja bara: eitt ár, og ekki eins villandi.
Nei bara smá pæling sko.
Ég kann formúlu til að reikna út hvað sólarljós er lengi að koma til jarðarinnar. Eitthvað sem maður lærir bara í stjarneðlisfræði skiluru. Man hana ekki alveg en það tekur allavega 8,19 mínútur fyrir ljósið að drattast til jarðarinnar. Þannig að við erum alltaf 8,19 mínútur á eftir sólinni í öllu. Ef sólin springur þá höfum við heilar 8,19 mínútur til að gera allt sem við viljum gera á okkar síðustu sekúndum á þessari jörð. Þar hafið þið það. Nú er bara að byrja á to-do-listanum "Hvað skal gjöra á 8,19 mínútum eftir að sólin springur." Tímamæla alla kossa og fullnægingar eða hvað sem þið viljið gera á 8,19 mínútum. Góða skemmtun.
mánudagur, maí 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli