föstudagur, maí 19, 2006

Hver?

skírir barnið sitt Bruns? Bara ljótt fólk. Klúðraði munnlega enskuprófinu svo feitast áðan að það er grátlegt enda var ég við það að bresta í grát þegar ég dró einu söguna sem ég skildi bara ekki. En það er bara eitt próf eftir og það verður bara massað. Segi það já. Gott að hafa fólk sem kann að hugga mann á svona ögurstundum. Og búin að fá einkunn í sögu og þýsku. Ekki að ég vil eitthvað monta mig (ég hætti við að gerast egósentrísk með eindæmum) en hvað á maður að gera við 9,5 í þýsku? Hef ekki hugmynd.

Svo er stúdentsveislustúss í blússandi gír. Mér finnst bara ekkert gaman að ákveða veitingar. Mamma vill hafa rjómaost á öllu og ég hef ekki einu sinni smakkað rjómaost. Hljómar allavega ekki vel. Rjómi + ostur = eitthvað sjitt. Svo verður víst ávaxtaborð. Ávaxtaborð? Er það eitthvað ofan á brauð? Melónukúlur? Er það ekki bara eitthvað dónadót? Vanillubollur? Eru það ekki viðkvæmir líkamspartar?

En góðu fréttirnar eru þær að ég var að kaupa (ásamt foreldrum mínum) draumastígvélin mín. Ekki gúmmístígvél eins og sumir héldu. Koníaksbrún leðurstígvél með 6 cm hæl. Djúsí titill já. Fyrst bomsurnar eru hælaðar verð ég að æfa mig á hverjum degi því ekki vil ég vera eins og rambandi gæsamamma í Háskólabíó eftir viku. Og af því að pápi var að koma úr aðgerð á hnénu fór ég til rektors í dag og spurði hvort ekki væri hægt að panta sæti fyrir kallinn við ganginn svo hann þyrfti ekki að standa allan tímann. Rektor spurði hvort hann væri í hjólastól. Ég sagði svo ekki vera. Æi þetta er leiðinleg saga. Myndi stroka hana út ef strokutakkinn væri ekki svona langt í burtu frá hinum tökkunum.

Engin ummæli: