FINNIÐ VILLUNA!
Háæruverðugi viðtakandi
Laugardaginn 26. maí nk. mun ég ná þeim merka áfanga að hafa tórað í Menntaskólanum í Reykjavík í heil 4 ár. Í tilefni þess vil ég bjóða þér/ykkur að gleðjast meðan kostur er að heimili mínu sem er staðsett að Hverfisgötu 25 í Hafnarfirði. Áætlað er að teitið byrji um VII leytið (19:00) og verður allt flæðandi í góðu víni og latneskum sagnbeygingum.
Með von um
góða mætingu
Særún Ósk
------
Og ég sem sendi öllum boðskort svo ég þyrfti ekki að standa í einhverju símtalaveseni. "Já og ekki koma með krakkaormana ykkar ef þau eru ekki búin að fermast!" Þar fór það því nú þarf ég að hringja í allt liðið til að leiðrétta villuna mína. Gott að fatta svona fokkíng villur EFTIR að maður er nýbúinn að setja fokkíng kortin í fokkíng póst. Já ég er með silvianightsyndrome.
PS. Ég er ekki að bjóða þeim sem les þetta í veisluna mína. Þúst, fattiði, skiljiði.
mánudagur, maí 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli