laugardagur, febrúar 04, 2006

Ég nenni ekki

að gera neitt. Ég er á sterkjum verkjalyfjum útaf bakinu á mér sem er að klikka eins og alltaf. Lyfin hafa þau áhrif að ég verð sloj og slefa stundum. Krakkar, aldrei senda börnin ykkar í fimleika! Minnir mig á brandara sem ég fannst ógeðslega fyndinn hérna um árið: einleikar, tveirleikar, þrírleikar, fjórleikar, fim(m)leikar! Meira að segja þessi gullmoli fær mig ekki til að brosa. Vil ekki að slefið sleppi. Þótt vaktin í gær á Hereford hafi verið ein skemmtilegasta og klúrasta vakt mín í langan tíma, var þetta líkamlega erfiðasta vaktin. Já klúrasta vaktin mín. Það var skellt á rassa, rössum var hólað, klipið í brjóst... af kúnnum? Nei af þjónum og kokkum. Æi ég veit ekkert hvað ég er að skrifa hérna. Ætla að horfa á Alfie núna og láta mig greyma.

Engin ummæli: