þriðjudagur, apríl 19, 2005

Monní monní monní!

Vil bara byrja á því að segja að síðastliðnu dagar hafa verið afar skrýtnir, bæði góðir og slæmir. En þegar þeir hafa verið hvað slæmir hef ég alltaf fengið góða huggun. Það er gott að eiga góðan að. En vonandi eru slæmu dagarnir historí.

Hér sit ég með alla verðlaunapeningana mína um hálsinn sem ég fann ofan í pappakassa. Ég fann ekki hálsinn ofan í pappakassa, heldur peningana. Þeir samanstanda af fimleika-, fótbolta- og Kvennahlaupsverðlaunapeningum. Já og svo stór bikar en því miður get ég ekki haft hann um hálsinn. En það má alltaf prófa. Nei það gegnur ekki, hann dettur bara niður á gólf og á tær.
Fimleikapeningarnir eru fimm, þrír eru úr gulli, einn silfur og einn brons. Gullpeningana fékk ég alla á Bjarkarmóti fyrir einstök áhöld: tvíslá, jafnvægisslá og gólfæfingar. Bikarinn var svo fyrir samanlagðan árangur. Silfurpeninginn fékk ég víst á einhverju móti hjá Gerplu og bronspeninginn fékk ég á Ponsumóti sem er sameiginlegt mót Bjarkanna, Stjörnunnar og Keflavíkur. Svo var alltaf svo fyndið að pomsa á rassinn á ponsumóti. Haha! Hér kemur einn fimleikabrandari sem var afar fyndinn á sínum tíma:

Einleikar, tveirleikar, þrírleikar, fjórleikar, fimmleikar!

Og svo hlógu allir dátt. Ég sé ekki eftir því að hafa hætt í fimleikum. Það er ekkert líf fyrir 11 ára gamalt barn að vera 5x í viku á æfingu 2-3 tíma í senn og í þokkabót að vera með rússneskan þjálfara sem bannar öllum að gráta. Ofan á það bættust svo tímar hjá sjúkraþjálfa 3x í viku af því að ég fékk svo mikla vöðvabólgu af þessum æfingum. Já krakkar, tónlistin er að blíva. Það er líka erfitt að meiða sig við að spila tónlist. Tja nema ef maður dettur í skrúðgöngu, þá er voðinn vís.

Fótboltapeninginn fékk ég hinsvegar á Íslandsmeistaramóti. Já ég er Íslandsmeistari í fótbolta, skoraði meira að segja mark í úrslitaleiknum. Ég kem sífellt á óvart.

Engin ummæli: