fimmtudagur, apríl 28, 2005

Ég er löt

og þess vegna fór ég á Íslendingabók til að gá hvort ég væri náskyld einhverjum í bekknum mínum. Ég gerði margar merkilegar uppgötvanir:

- Íslendingabók er til!
- ég á einn fjórmenning í bekknum en það er Guðný Pálsdóttir. Jasveisvei!
- á tvo sexmenninga en það eru Haukur og Þura. Greinilegt hvaðan við fáum kjánalætin.
- sjömenningarnir eru 10, áttmenningar eru 4 og nímenningarnir eru þrír. Það eru þær Vala, Hildur og Erna. Geta þær því andað léttar.
- ég átti frænku sem hét Rósinkransa

Af því að ég er svo löt þá nenni ég ekki að gá með fleiri. Ég var líka að fá sumarvinnu áðan þannig að ég nenni ekki neinu í dag.

Engin ummæli: