sunnudagur, apríl 10, 2005

Fepermiping

Nú er hún yfirstaðin. Þetta var bara hin ágætasta ferming. Ég fékk fullt af hrósum, þá aðallega fyrir fallegt hár en gaman er að minnast á það að ég er orðin hálfstutthærð, tja allavega miðað við það sem ég var. Fór til "læknis" í spænskutíma og kom til baka með miklu minni lubba. En hitt hrósið fékk ég 6 sinnum. (Já ég taldi) Ég fékk það mikilvæga og erfiða hlutverk að passa lítinn frænda minn og fékk oft að heyra það hvað þetta færi mér vel. Konan ekki parsátt með það en það byrjaði að venjast.
Einnig gerði ég mig að fífli. Ég og Sjöbba frænka mín vorum að tala um fermingagreiðslurnar okkar og hneykslast á því hvað þær voru ljótar. Og auðvitað stóð konan sem gerði mína greiðslu við hliðina á mér að fá sér kók. Bara ef það væri til munnrennilás.
Gjafaflóðið var mikið og er það greinilegt að fjölskyldumeðlimir eru ríkari nú en fyrir 5 árum þegar ég fermdist. Harpa er búin að lofa mér að kaupa i-podd sem ég fæ svo lánaðan. Athyglisvert hvað hún fékk mikið af skartgripum miðað við mig. Ég fékk einn hring en hún fimm. En ekki þýðir að fussa yfir því.
Hannes Portner mætti galvaskur í ferminguna að vanda. Honum var boðið fyrir 2 árum þannig að það er ekki furða að hann er búinn að vera eitthvað fúll síðastliðnu árin, búinn að bíða svo lengi. En hérna kemur ástæðan fyrir því að honum var boðið:

Hannes á konu
Kona Hannesar á bróður
Bróðir konu Hannesar á konu
Kona bróður konu Hannesar á systur
Systir konu bróður konu Hannesar er mamma mín

Svona einfalt er það!

Þýskupróf á morgun og ég er skrúd.

Engin ummæli: