Fólksflokkun
Ég hef komið upp mínu eigin fólksflokkunarkerfi. Flokkarnir eru hunda- eða kattafólk. Til dæmis ef ég spyr hann Palla (sem ég hef ekki hugmynd um hver er) hvort hann fíli meira ketti eða hunda og hann segir að hann fíli meira ketti, þá veit ég hálfpartinn hvernig manneskja hann er.
Hundar
eru hinir sterku. Þeir láta engan vaða yfir sig á skítugum loppum og eru því alltaf á varðbergi. Sérstaklega þegar um er að ræða hitt kynið. Þeir eru eins og 10-11, snöggir að því. Ókostur þeirra er að stolt þeirra getur valtið yfir þá og eftir það verður engu við bjargað. Þeir eru trúir vinum sínum og leggja sig því oft á tíðum í mikla hættu við það að bjarga þeim úr hinum ýmsu vandamálum. Áhugamál þeirra eru hinar ýmsustu boltaíþróttir og skór, þá helst dýrir skór.
Kettir
eru hinir sjálfstæðu. Þeir lifa eins og kóngar/drottningar í ríki sínu, skíta og spritza hver sem þeim sýnist og eru stoltir af því. Bæði eru þeir tignarlegir og uppréttir og gefa almúganum lang nef. Ef hætta steðjar að, verja þeir sig með kjafti og klóm, þó einungis ef þeir sjálfir eru í hættu. Ókostur þeirra er því hið gríðarlega egó sem hleypur oft með þá í gönur. Áhugamál þeirra eru prjónaskapur, baðferðir og að kúra með sínum nákomnustu fyrir framan sjónvarpið með popp og kók. Eða Pussy kattamat, fer eftir skapi.
Ég spyr því: hvort ert þú hundur eða köttur?
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli