þriðjudagur, janúar 18, 2005

Gúrkutíð

Vegna þess að systir mín setti inn eitthvert klámvírusaforrit inn á tölvuna okkar, (sem var svo vírus eftir allt saman) er internetið í lamasessi á heimili mínu. Það verður því gúrkutíð á þessu bloggi þangað til annað kemur í ljós.

Margt hefur á daga mína drifið en þá aðallega súrir hlutir. Laugardagskvöldið er gott dæmi um það. Byrjaði kvöldið á því að fá mér nokkra vel valda bjóra og síðan skutlaði familían mér á Nesið. Systir mín var svolítið hrædd við mig því ég knúsaði hana óvenju mikið á leiðinni og mamma gaf mér illt auga í baksýnisspegilinn. Samkundan á Nesinu var hin ágætasta og átti ég hin ágætustu spjöll við hið ágætasta fólk. Fór svo niður í bæ. Þetta kvöld ætti líka að kenna mér að þiggja ekki far hjá ókunnugum karlmönnum á sportbíl. Ef ég hefði þurft að pissa á þeim tímapunkti, hefði ég gert það í bílsætið. Svo vaknaði ég um kaffileytið með blóðnasir eins og síðastliðna þrjá morgna. Held að blóðið sé nú að fara út um vitlaust gat. Setti svo kaffi ofan í núðlurnar mínar í skólanum. Samt stóð Vatn á könnunni. Það var því ekkert borðað þann skóladag. Allt morandi út í sinfóæfingum, eiginlega bara allskyns æfingum. Líka magaæfingum. Það versta er að ég hef eiginlega engan tíma til að fara í bað þannig að nefviðkvæmir eru hér með beðnir afsökunar á fnyknum. Þessu verður ef til vill reddað um helgina. Örvæntið ei góða fólk, ég mun snúa aftur með blómalykt í haga.

Engin ummæli: