,,Vinna er slæm fyrir líkama og sál, en ekki fyrir budduna!"
Þetta sagði hann afi gamli alltaf við mig hérna í den á hverjum morgni á meðan ég skóflaði í mig hafragrautnum. Þessi orð hef ég geymt í hjarta mér og trúað. Já ég trúi þessum orðum!
Ég vinn á öldrunarheimili hér í bæ. Þessa vikuna var ég notuð sem vinnudýr því ég byrja í hinni vinnunni í næstu viku. Og í tilefni þess var ég látin hafa fyrir kaupinu mínu. ,,Já Særún, þú ferð á stofa 17 í dag og mundu, konurnar þar eru allar með þvagfærasýkingu og þú þarft að gefa þeim öllum Microlax." (Microlax er túpa fyllt af efni sem gerir manni auðveldara að hafa hægðir. Þessari túpu er stungið í endaþarm og síðan kreist) Og á þessa stofu er ég alltaf sett. Þar er kona sem lemur mig og klórar og kastar í mig gervitönnum annara. Þar er líka kona sem kann ekki að segja neitt annað en: ,,Halló!" og hefur mikið fyrir því að láta okkur vita að hún sé ennþá á lífi. En heimilisfólkið er ekki það versta, heldur hitt starfsfólkið. Þessar ungu stelpur eru nú samt fínar, við höfum átt góð samtöl um bikinívax, brasilískt vax og smokka. En þessar gömlu eru að gera mig brjálaða! Sérstaklega þessar tælensku. En trúið mér, ég hef ekkert á móti þeim en þær koma bara fram við fólkið eins og smábörn: ,,Gúgú gígí, Gunna borða kjöt. Nammi namm." En verst af öllum er stelpan sem var au pair í Bandaríkjunum í ár, er alveg drepleiðinleg og talar íslensku með amerískum hreim bara eftir þetta eina ár í Ameríkunni. Ég lenti einmitt með henni á þvagfærasýkingarstofunni um daginn og eftir þennan dag langaði mig að flagga henni á fánastöng og skilja eftir. Þetta samtal er gott dæmi um það hvað ég þoli hana ekki:
Gömul kona: "Halló, hvar er teppið mitt?"
Ég: "Ha, typpið þitt?" (Ég heyri illa)
Hún: "It's so obvious what you are always thinking about! Tíhí!"
Kyrki, kyrki, kyrki! En ekki ætla ég að ergja mig á henni.
Samtal dagsins
Ég: "Jæja Guðríður, ertu búin að gera eitthvað skemmtilegt í dag?"
Guðríður: "Já, ég hafði nú hægðir"
Eins og sjá má þá elska ég starf mitt. Það er nokkuð augljóst.
föstudagur, júní 11, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli