Mömmuhrekkur
Það er ekkert jafn skemmtilegra en að stríða uppalendum sínum, hvað þá þeim kvenkyns. Málið er að ég og móðir mín fórum í ræktina áðan og á meðan hún fór í einhvern túrbó Body Pump tíma, var ég í tækjunum og var bara rosa dugleg. Eftir tímann fékk hún svo gefins epli sem hún gaf mér svo. Hún skaust svo inn í Nóatún og á meðan kláraði ég eplið. Ég opnaði hanskahólfið og fann tóman tyggjópoka. Þarna var hugmynd að fæðast... Ég setti því hálfétna eplið í pokann og stakk honum undir allt dótið í hanskahólfinu. Planið er að sjá hvað það tekur langan tíma að koma vond lykt og mamma mun svo leita að lyktarvaldinum eins og ég veit ekki hvað. Jáh, þetta verður nú meiri farsinn! Ég mun svo láta vita um stöðu málsins þegar hún kemur.
fimmtudagur, júní 24, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli