þriðjudagur, júní 15, 2004

Haha!

Það fær enginn að fá að vita neitt um síðustu helgi því að þá helgi fer ég með í gröfina.

Konan byrjaði bara í bæjarvinnunni í gær. Þetta verður vægast sagt ömurlegast sumar lífs míns - vinnulega séð. Við erum 20 krakkar og ég þekki nákvæmlega ekki neinn þótt að ég búi í sama bæ og þau. Þetta er einmitt gallinn við það að flýja til Reykjavíkur til að afla sér menntunnar, ég þekki ekki neinn lengur í mínum heimabæ. En ekki kvarta ég. Krakkarnir samanstanda af heilasködduðum strákum sem tala bara um tölvur, vélar í bílum, víkinga og víkingarúnir. Svo eru 2 ljósabekkjastelpur, ein stelpa sem er þekkt fyrir að borða sitt eigið naflakusk og hor og síðast en ekki síst strákur sem er alveg eins og dvergur í vexti en er ekki dvergur. Mín eina von var stelpa sem var með mér í grunnskóla og viti menn! Hún fékk aðra vinnu og auðvitað tók hún henni, afar fegin. Þótt ég hafi reynt að tala við þetta fólk þá er það bara ekki fræðilegur möguleiki að það komi eitthvað gáfulegt útúr þeim þannig að ég ætla að festa kaup á útvarp með heyrnatólum og treysta á að það skemmti mér í sumar. Nema að ég finni mér aðra vinnu sem ég myndi glöð taka við.

Ég heyrði í blindum uppistandara í gær sem er í alvörunni blindur. Hann var ekki góður þótt að ég hafi alveg getað hlegið af honum til að byrja með. Hann byrjaði á því að gera grín af blindum og þeim heimi sem þeir búa við og byrjaði svo að rakka allt niður sem hann gat. Reyðarfjörð, Akureyri, Sjónvarpshandbókina, Sigga Storm, Austurland, stelpur, bara nefnið það, hann rakkaði það niður. Svo tók hann vinkonu mína fyrir og rakkaði hana niður sem var það versta af öllu við hans uppistand. Jáh, hann er bara siðblindur. HAHAHAHA! Í lokinn á uppistandinu sýndi hann okkur að hann var í g-streng. Þá var mér nú nóg boðið. Ef þið heyrið um blindan uppistandara, þá mæli ég ekki með honum.



Stewie Wonder - blindur af ást

Engin ummæli: