föstudagur, apríl 30, 2004

Gjordú schwo vell!

Svona segir fólkið frá Bíbísí gjörðu svo vel. Frægðarsól mín skein sem hæst í kaffiboðinu hjá frænda mínum áðan. Það var tekin mynd af mér að borða og akkúrat í því augnabliki missti ég diskinn minn. Þá fóru kallarnir frá Bíbísí að hlæja. Það var enginn sætur en allir voru svolítið mikið brúnir. Þeir stara mjög mikið og finnst íslenskur matur greinilega ekki góður. Því miður var ég ekki spurð að neinu. Ég hitti frægan kall, Eggert Skúlason sem var einu sinni fréttamaður. Hann stjórnaði þessari heimildarmynd og túlkaði allt sem fólkið sagði. En þegar hann sá mömmu varð hann svaka hissa og spurði hvar hann hafði séð hana áður. Mamma fór hjá sér og sagði að hún hafði verið að vinna á Hótel Bjarkalundi á Vestfjörðum þegar hann var þar með vinum sínum í fylleríisveiðiferð. Hann reyndi víst mikið við mömmu á þeim tíma en ekkert gekk því mamma var svo feimin. Þau töluðu mjög mikið um gamla tíma og hann sagði henni frá syni sínum sem var í Herjólfi á leiðinni á skákmót og ældi í snakkpoka. Þá fór ég því ég vildi ekki heyra meira. Hannes portner og konan hans voru þarna. Ekki spyrja af hverju.

Kellingin bara komin í bókasafnsnefnd! Ég er með margar góðar hugmyndir sem geta kannski orðið að veruleika. Til dæmis að fara með allar Disneybækurnar sem ég átti sem krakki í skólann og setja þær í bókahilluna í Cösu. Fyrst og fremst eru þetta auðveldar og stuttar bækur annað en bókin eftir Össur Skarphéðinsson um fiskveiðar. Svo eru þær líka svo skemmtilegar.

Prófin byrjuð. Fór í ritgerðarpróf áðan og skrifaði um það að vera orðin 18 ára og sjálfráð. Það var nú leiðinlega ritgerðin. Svo var síðasti skóladagurinn í gær. Hann byrjaði nú ekki vel því ég hrasaði á hliðina á leið í strætó. Var í opnum skóm og fékk risastórt sár á fótinn sem núna er fullt af sandi. Það virkar ekki mjög vel að nota flísatöng og plokka sandkornin úr. Alls ekki. Það var mjög leiðinlegt að hugsa til þess að ég mun ekki vera með stórum hluta bekkjarins í bekk á næsta ári því það fara aðeins 3 úr okkar bekk á fornmálabraut. Ég á eftir að sakna þessara... kúkalabba. Búhú.

Nújæja, þetta er ein af þessum leiðinlegu færslum mínum.

Engin ummæli: