Ég hef verið að spekúlera:
- Ef djöfullinn sjálfur og Jesús myndu eignast afkvæmi, hvað myndi það þá heita? Eftir langa umhugsun komst ég að niðurstöðu: Djesúll
- hvað það væri gaman að nafn manns væri Úlfhildur Larsen. Þá gæti maður kallað sig Úlla La.
- hvað það væri fyndið ef maður myndi bara allt í einu missa minnið, vera svo að labba úti og segja: ,,Þarna á ég nú heima!", labba svo bara inn í eitthvað hús þar sem fjölskylda sæti að snæðingi. Svo myndi maður segja afar svekkjandi: ,,Hva, enginn diskur handa mér?! Þið vitið líka alveg að ég borða ekki lauk og er með ofnæmi fyrir hnetum!"
- hvað það væri yndislegt að segja í hvert skipti sem maður er reiður eða pirraður: ,,Oh, ég er svo frústereruð/frústeraður!"
- hvað það væri illkvittnislegt ef maður þekkti einhvern ógeðslega leiðinlegan Óla og svo ef maður fyndi vonda lykt eða einhver prumpaði, myndi maður alltaf segja: ,,Ólabjakk!"
- það versta sem hægt er að segja við kvenmann er ekki drullupussa, heldur eitthvað miklu miklu verra.
fimmtudagur, apríl 15, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli