Fyrsti dagur sumars
er genginn í garð. Hann var haldinn hátíðlegur með skrúðgöngu í Hafnarfirði kl. 11 í morgun og með annari göngu í Garðabæ kl. 2. Komst að því að fólk í Garðabæ er mun dónlegra en fólk í Hafnarfirði og auðveldara er að hræða garðbæsk börn en hafnfirðsk.
Skúðgöngugrín:
Við áttum að spila lag sem heitir The Grenadiers og einn polli öskraði til að láta alla hina vita: "THE GREEN REINDEERS!" Og vitaskuld fór ég að skellihlæja.
Mömmugrín:
Einu sinni var ljóska og brúnka sem voru vinkonur og löbbuðu framhjá blómabúð. Inni í búðinni var maður brúnkunnar og þá sagði brúnkan: "Ég þoli ekki þegar hann er alltaf að kaupa blóm handa mér!" Þá spurði ljóskan af hverju. Brúnkan svaraði: "Af því að þá þarf ég að vera útglennt í alveg 4-5 daga. Ég þoli það ekki!" Þá spyr ljóskan: "Nú, áttu ekki blómavasa?"
Sóleyjargrín:
Einu sinni voru 2 appelsínur að labba og þá datt önnur í sjóinn. Þá öskraði hin: "Fljót fljót! Skerðu þig í báta!"
Í dag er ókeypis að hringja í og úr símum frá Vodafone og einnig að senda sms. Ég mæli eindregið með því að fólk hringi í númer að handahófi og óski þeim sem svarar gleðilegs sumars.
The Green Reindeer
fimmtudagur, apríl 22, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli