þriðjudagur, mars 02, 2004

Vandamálahornið

Eruð þið orðin leið á lífinu? Vantar allt krydd í það? Gerist ekkert spennandi? Þá er ég með lausnina!

Þú einfaldlega tekur upp á því að ganga eins og þú sért að labba á móti sterkum vindi sama hvernig veðrar, með tilheyrandi andlitsafskræmingum og hreyfingum. Einnig getur verið gaman að nota til dæmis ljósastaura til að leggja áherslu á það hve mikill vindur er (sjá meðfylgjandi mynd). Munið þó að nota þessa upplífgandi aðferð í hófi því ekkert er leiðinlegra en óhófsamt fólk. Varist að gera þetta innandyra því annars getið þið átt í hættu að vera send beint upp á Klepp eða getið einfaldlega stórslasað gangandi vegfarendur.

Ég óska ykkur góðrar skemmtunar og megi tilveran bætast.


Engin ummæli: