sunnudagur, mars 14, 2004

Súr helgi

Þetta var súrasta helgin hingað til og jafnframt sú grófasta. En tölum ekki meira um það.

Grímuball á næsta leiti. Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hverju ég eigi að klæðast þetta árið. Í fyrra var ég eins og pabbi, rafvirki. Fékk lánaðan hjálm og blátt Bläklæder vesti hjá manninum og verð að segja að ég tók mig bara mjög vel út. Ég var þó eilítið ölvuð það ball og meðal annars sló ég ungan dreng utan undir sem ég sakaði um að hafa stolið hugmyndinni af búningnum mínum. Hann var líka með hjálm og í vesti en eftir að ég var búin að slá hann, komst ég að því að hann var þá afgreiðslumaður í Byko eftir allt saman. Slysin gerast krakkar mínir og ef þú, afgreiðslumaður í Byko ert að lesa, þá biðst ég margfalt afsökunar.
Til að gera ekki upp á milli foreldra pældi ég í því að vera núna móður mín í starfi sínu en ég held að það sé svolítið erfitt að klæðast sem leikskólakennari. Sú hugmynd fór þá útum þúfur. Ég hef líka verið mikið að pæla í að vera fegurðardrottningin Ungfrú skyr.is en þá vantar mig einhverja fleiri vitleysinga til að vera með. Þeir sem eru tilbúnir í mega flipp mega endilega láta mig vita. Hugmynd númer 2 er að vera Freddy Mercury en hvernig sá búningur mun líta út, verður bara að koma í ljós.

Engin ummæli: