föstudagur, febrúar 13, 2004

Það var gaman í gær

Árshátíðin búin og ég held að ég hafi aldrei eytt jafn mörgum seðlum í einn dag en í gær. Kjóllinn minn rifnaði/sprakk sökum áfengistútnunar á maga og ekki verður hægt að laga það. Allt kvöldið var ég að ýja að því að kjólinn var að springa en enginn trúði mér. Svo sprakk hann þannig að ég segi bara FEIS! Týndi eyrnalokk móður minnar en fann eyrnalokk Bjarkar í staðinn. Það var súrsætt.

Ég ætla að segja ykkur sögu, dæmisögu um það hvað vinnustaðaeinelti getur verið andstyggilegt. Faðir minn er rafvirki og í mörg mörg ár hefur hann tekið með sér kaffi í vinnuna og forláta Smarties bolla sem ég átti þegar ég var lítil. Ég á hann eiginlega ennþá en pabbi er með hann í leigu. Einn góðan veðurdag hætti pabbi að taka með sér bollann í vinnuna og keypti sér nýjan bláan bolla. Sagði að sá gamli væri orðinn svo lúinn. Einu sinni kom svo vinnufélagi hans í heimsókn og spurði með hæðingstóni: ,,Hva, hvar er Smarties bollinn?" og hló svo dátt. Pabbi sagði honum bara að þegja og fór í fýlu. Ástæðan var nefnilega sú að vinnufélagarnir voru alltaf að stríða honum útaf bollanum. Hvílíkur barnaskapur!! Eftir þessa heimsókn neitaði pabbi að fara í vinnuna daginn eftir en mamma fékk hann til þess að skipta um skoðun. Nú segi ég stopp!! Vinnustaðaeinelti getur nefnilega drepið!!



Smarties getur líka drepið... sérstaklega af því að það er greinilega til Smarties áfengi og allir vita að áfengi drepur... líka kjóla.

Engin ummæli: