laugardagur, febrúar 28, 2004

Tíska

Ég ætla að innleiða nýtt tískufyrirbrigði. Ætlunin er að byrja með svokallaðan veraldarvefsorðaforða sem endurspeglar það sem Ísland er orðið í dag... ein stór internettengd tölva. Planið er að segja punktur is á eftir aftasta orði í setningu en þó helst ef það er lýsingarorð. Hérna koma dæmi:

- Ég er svo full.is
- Þú ert þéttur.is

Við Íslendingar ættum að kunna heilan helling af erlendum tungumálum og er það því tilvalið að nota veraldarvefsorðaforðann einnig þar.

- Dein Bratwurst ist am kurzesten.de
- This biscuit with marmalade is just extraordinary.com!
- Denne pige er rigtig seksuelle.dk

Ekki kann ég fleiri tungumál en í framtíðinni mun ég óhikað nota þetta nýja tískufyrirbrigði og vera svöl.is!



Heitur.is

Engin ummæli: