laugardagur, febrúar 07, 2004

Gallar Hafnarfjarðar:

- Framtíðarútvarpið FM 88,5 næst ekki hérna.
- Of stór höfn.
- Alltof mikið af Rússum sem hafa ekkert að gera nema drekka vodka.
- Er talinn vera bær álfanna en enginn hefur séð þessa álfa nema ein kona sem vinnur við það að telja fólki trú um að þeir séu til.
- Alltof margar 10-11 búðir.
- Rúmfatalagerinn hætti.
- Almenningssamgöngur í lamasessi.
- Það hefur engum tekist að búa til nýjan og fyndinn Hafnfirðingabrandara. S.s. Hafnfirðingabrandarar ekki lengur í tísku.
- Ljót verslunarmiðstöð ef verslunarmiðstöð mætti kalla.
- Hafnarfjörður er þriðja stærsta bæjarfélag landsins en enginn veit það. S.s. Hafnarfjörður ósýnilegur.
- Hafnarfjörður er sveit og ég verð að sætta mig við þá staðreynd.
- "Lag Hafnarfjarðar" er: Þú hýri Hafnarfjörður. Segir sig sjálft.
- Allir þekkja eða kannast við alla... á reyndar sín takmörk.
- Í Hafnarfirði eru 5 kirkjur en enginn fer í þær.
- Ég á heima þar.



Gatan mín

Engin ummæli: